<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, nóvember 30, 2004

Það var svosem auðvitað... 

Það var ekkert fjallað um hækkun tóbaks og sterks áfengis í uppáhaldseinstefnumiðlinum mínum í dag; Fréttablaðinu. Ég er svosem ekkert hissa á því... þeir birta greinarnar deginum áður í DV áður en þær fara í Fréttablaðið.
Nú er manni nú öllum lokið í sambandi við þetta... sígarettur og sterkt áfengi orðið að munaðarvöru í íslensku samfélagi. Þetta er reyndar ótrúlega sniðugt til þess að sporna við reykingum og reykingafikti unglinganna sem sjá sér ekki fært um að punga út 600 kalli fyrir sígarettupakka... ekki nema að þeir taki sig saman 10 og borgi 60 kall fyrir tvær sígó... það er svosem ódýrara... En kommon... hvaða ástæða verður gefin fyrir hækkuninni núna? Seinast var það að „það var svo langt síðan verðið hækkaði seinast“ þannig að það virkar eiginlega ekki núna... og hin ástæðan var „til þess að mæta auknum kostnaði við framkvæmdarsjóð aldraðra“ og ég veit það 'for a fact' að amma Lilla fékk ekki krónu afissu. Þannig að svik, lygar og prettir er það eina sem þeim dettur í hug þarna á Alþingi. Svo er svo merkilegt að þetta frumvarp til hækkunar á þessum vörutegundum er lögð fyrir klukkan 6 í gærkvöld og samþykkt fyrir 9... það náttúrulega verður að fylgja sögunni að þetta tryggir 'nýjar' eða 'auka' 340 milljónir í ríkiskassann...

DJÖFULL ER GOTT AÐ BÚA VIÐ SVONA EINOKUN HÉRNA Á ÍSLANDINU GÓÐA!!!

Svo er fyrrverandi forsætisráðherra að tala um það hvað það sé lítið um spillingu á Íslandi... mér er bara alveg sama... af því að það flokkast náttúrulega ekki undir spillingu þegar ríkisstjórnin (sem er kjörin af okkur...) rekur eina stærstu einokunarverslun á landinu og þar að auki er með skyldumiðil sem allir eru látnir borga af, sama hvort þeir noti hann eða ekki... Þetta er ekki spilling... þetta kallast MAFÍA!

Ef þú ætlar að setja í kommentið hjá mér eitthvað á þessa leið: já, nú er nú tilvalið fyrir þig, Óli minn, að hætta að reykja... eða: það borgar sig nú ekki lengur að vera að reykja... slepptu því þá bara... ég nenni ekki að hlusta á það!

mánudagur, nóvember 29, 2004

A letter from Reykjavik... 


föstudagur, nóvember 26, 2004

RD-266 Range Rover 

Það munaði ekki nema hársbreidd að ég og Hlynur hefðum lent í mjög ljótu bílslysi rétt fyrir ofan malarnámuna hjá norðurenda Hvalfjarðargangnanna í dag! Dísis hvað ég varð hræddur.
Ég tel mig vera frekar öruggan ökumann og hefði ég ekki brugðist við á réttum tíma hefði líklegast getað orðið illt í efni!
Þannig var mál með vexti að ég sótti Hlyn í dag og var bara að keyra í bæinn í rólegheitunum. Þegar við komum að seinustu hæðinni áður en maður kemur að göngunum (sunnan megin við Akrafjallið) þá sjáum við lögguljósin blikka. Þá hefur löggan verið að sekta einhvern ökumann fyrir of hraðan akstur eða eitthvað álíka. Ég hægði á mér og ætlaði að fara framhjá bílunum (þessum böstaða og löggunni) áður en að það kæmi bílaröð á móti. Löggan var fyrir aftan bílinn og lestin á móti að nálgast. Ég setti vinstri dekkin út að miðjumerkingunum gaf stefnuljós og ætlaði að renna framhjá bílunum. Ég var á svona 80-85 km hraða. Svo þegar ég kem alveg að hliðinni á löggubílnum þá tekur bíllinn fyrir framan hann af stað og beint í veg fyrir mig! Ég gat auðsjáanlega ekki sveigt yfir á hinn vegarhelminginn, nema ég hefði viljað lenda framan á flutningabíl með tengivagn og bílalest þannig að ég negldi niður.

Þvílíki hávaðinn í dekkjunum (negldum) þegar við runnum í áttina að skottinu á bílnum. Ég fraus algjörlega og það var ekki fyrr en að ég sleppti bremsunni að ég gat flautað... úff... mér brá svo rosalega og ég varð svo hræddur að ég skeit næstum því í mig! Helvítis kerlíngardruslan var ekkert að fylgjast með umferðinni fyrir aftan sig og óð bara beint út á veginn án þess að spá í einu eða neinu. Þess ber að geta að þetta er hálfgerður jeppi þannig að hann er töluvert hærri en löggubíllinn.
Við runnum svona 5 metra áfram og þá sveigði jeppinn aftur út í kannt þegar hann fattaði þetta og ég rann upp að hliðinni á honum. Ég reyndi að sjá ökumanninn og öskraði hvern djöfulann þessi fáviti væri að spá!!! Ég sá einhverja kerlingu baða út höndunum og ég veit ekki hvað... ekki furða að henni hafi brugðið þegar hún var allt í einu ekki ein í heiminum. Ég svoleiðis lá á flautunni og fattaði ekki einu sinni að senda fingurinn eða stoppa bílinn og hella mér yfir þetta fólk. Ég var svo hræddur þarna að ég þurfti að stoppa á bílastæðinu fyrir ofan göngin til þess að jafna mig. Greyið Hlynur aftur í og hann náttúrulega vissi ekki neitt... hann sakaði nú ekkert og fann miklu minna fyrir þessu heldur en ég... en samt. Og löggan gerði svo ekki rassgat!!!

En djöfull munaði ógeðslega litlu... við hefðum getað lent aftan á bílnum eða á hliðinni og runnið yfir á hinn vegarhelminginn!!! Það hefði bara verið endalokin... ég er að segja ykkur það!

Ég ætla bara líka að láta ykkur vita að ef þið þekkið þetta fólk á Range Rover, dökkum, gul framljós, með bílnúmerinu RD-266 þá þarf ég að ljá þessu fólki orð í eyra... vægast sagt.

Passið þið ykkur á hálfvitunum í umferðinni.

Dúndurfréttir!!! 

Það eru nú algjörlegar dúndurfréttir að Dúndurfréttir skulu vera að fara að spila á Gauknum 21. og 22. des. Ég hvet alla til þess að mæta á þessa þvílíku dúndursnilld og koma sér í jólafílínginn með Led Zeppelin, Pink Floyd, Deep Purple og Uriah Heep... það er náttúrulega BARA ROKK!

Ekki missa af þessu... og setjiði Dúndurfréttir í favorites hjá ykkur og fylgisti reglulega með.

Gleðileg rokkjól

fimmtudagur, nóvember 25, 2004

Alveg rokk... 

Búinn með seinusta viðtalið mitt fyrir snilldaráfangann: Inngangur að eigindlegum rannsóknaraðferðum sem verður kannski ekki kenndur meira... eða í sama formi... eða bara á MA stigi. Sem er frekar ömurlegt vegna þess að kennarinn: Hanna Björg Sigurjónsdóttir er alveg að rokka í þessum kúrs. Nú er ég búinn að læra að mestu leyti hvernig ég ber mig að í rannsókn minni fyrir BA ritgerðina mína sem ég mun skrifa á næstu önn... svo eridda bara að verða búið. Djísass hvað tíminn er búinn að líða hratt...
BA gráðan hinu megin við hornið
Hlynur að fara í grunnskóla
Ég að yngjast með hverjum deginum
bara svo eitthvað sé nefnt... En samt mér finnst ég þurfa segja ykkur að þetta er búið að vera algjört rokk! Bara skólinn og allt... nett ánægður hérna og finnst bara eins og ég þurfi að deila því meðykkur.

Lifi rokkið...

miðvikudagur, nóvember 24, 2004

Já... það jafnast ekkert á við Leibba Djazz 

Það er nú kominn tími á að mannheilhveitið kíki á mig í heimsókn... hann trubblaði mig áðan við lærdóminn með einu Jó-i á msn-inu... og svo bara offline... En hey... þetta hérna er í boði hans:


þriðjudagur, nóvember 23, 2004

Slabb... 

Þoli ekki þetta skítaveður! Maður er svoleiðis að vaða blautan skítinn upp að ökkla og skórnir fyllast af þessu helvíti! Ég var einmitt að hugsa til þess í gærkvöldi þegar ég leit út og allt var skjannahvítt hvað það væri nú fallegt og friðsælt úti... Klín sleit, eins og einhver í Fréttablaðinu sagði... Heimurinn fæddur upp á nýtt... engar tyggjóklessur né sígarettustubbar sjáanlegir á götunum og gangstéttunum. Svo þegar kvikindið byrjar að þiðna er eins og maður sé kominn í gullæðið í Klondæk... Það er eiginlega eins og að finna gull að geta hitt á snjó-/drulluklasa sem er ekki vatnskviksyndi eða auðan blett sem er ekki úlnliðsdjúpur pollur... skítugur að auki.

Í algjöru reiðileysi og jólafílíng þvoði ég bílinn minn í gær þó svo að ég hefði átt að vera að læra... lærði bara lengur inn í rauða nóttina í staðinn... en ég held að tíma mínum hafi sjaldan eða aldrei verið jafn illa varið við þvott eins og ákkúrat þá... En hey... meid mí fíl gút for a móment.

Svona eridda bara stundum... you win some, you loose some... bött ðe slabb vill olveis bí ðer tú rímænd mí...

Nokia stígvél kæmu að góðum notum núna, en ég ætla ekki að fara í einhverju stundarbrjálæði og kaupa mér svoleiðis... og ég ætla heldur ekki setja svoleiðis á jólalistann...
Hmm... já bæ ðe vei... Jólalistinn 2004 fer að koma... allir bruna út í banka og taka 100% íbúðarlán til þess að eiga fyrir jólagjöfum handa mér... Ég hef enga trú á þessu kjaftæði að það sé hugurinn sem gildir þegar það kemur að jólagjöfum... ég er ekki það súperfissíjal... það er 'hversu mikið veskið þitt léttist' sem gildir...

100% Hönts

fimmtudagur, nóvember 18, 2004

Sei, sei bía! 

Já... maður getur ekki annað en tekið orð (frasa) Villa naglbíts sér til munns (ef svo mætti að orði komast) í ljósi nýju kennarasamninganna! Ég hef mjög takmarkaðan aðgang að fréttum og fréttatengdu efni... þ.e.a.s. ég nenni ekki að horfa á fréttir og nenni ekki að brávsa á mbl.is og visir.is. Ég fæ því eingöngu mínar fréttir frá Fréttablaðinu. Þar las ég, mér til mikillar ánægju í morgun að kennarar og sveitarfélög (Sveitt fjélög) hefðu komist að samkomulagi um kjör kennara.

SKO! Enn og aftur slá fjölmiðlar ryk í augun á fólki! 25% hækkun... VÚ-FOKKÍNG-HÚ!!! Það sem að um ræðir hér er rykkast...

Þessi grein birtist á vísi.is í dag:

Kennarar ekki á eitt sáttir
Laun kennara hækka um 18% að jafnaði á þremur og hálfu ári, samkvæmt nýja samningnum. Það er um 1,5% meira en í miðlunartillögu ríkissáttasemjara, sem var kolfelld. Svívirða, segir sumir kennarar og hafa strax ákveðið að hafna samningnum. Aðrir eru óvissir og segjast frekar vilja slæman samning en ennþá verri úrskurð gerðardóms.

Hann gildir til út maí 2008. Kennarar fá 130 þúsund króna eingreiðslu strax, og 75 þúsund krónur 1. júlí á næsta ári. Fyrstu tvö launaþrepin falla niður strax, svo yngstu kennararnir fá þar með meiri hækkun en aðrir. Hann gildir til út maí 2008.

Þá munu kennarar hækka um 5,5% frá 1. október, 3% frá 1. janúar og 1. ágúst hækka laun þeirra um 9,27%. Á þessum tímapunkti hætta skólastjórar að hafa heimild til að hækka suma kennara um allt að þrjá launaflokka. Það var metið til 8,2% hækkunar. Í staðinn geta skólastjórar hækkað laun um 6500 krónur á mánuði. Þessa hækkun upp á 9,27% metur forysta kennara á 3%. Svo hækka laun í janúar á hverju ári um rúm tvö prósent.

Þá er það kennsluskyldan. Hún er nú 28 kennslustundir á viku, en lækkar í 27 stundir næsta haust, og svo 26 stundir ári seinna. Tíminn sem kennarar fá til undirbúnings kennslu eykst á móti, En kennarar eiga rétt á því að kenna áfram 28 stundir, og fá það greitt sem yfirvinnu. Víst er að samningurinn breytir mismiklu fyrir kennara. Kennaraforystan segir að laun hækki að jafnaði um 18%, sem er aðeins meira en í miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Inn í reikninginn spilar svo aldur, kennsluferill og staða. Sveitarfélögin segja kostnaðaraukann í kringum 30%.

Kennarar í Austurbæjarskóla voru að byrja að kynna sér samninginn í dag. Þeir voru ósáttir með að verið væri að bjóða kennurum nánast það sama og þeim hefði verið boðið í samningi sem þeir höfnuðu. Sumir þeirra sögðust ekki ætla að samþykkja þann samning sem nú lægi á borðinu.

Vill bara minna á að 93% kennara felldu næstum því sama sjittið... en hey... bjóðum þeim bara það sama aftur...
Mér finnst þetta hallærislegt að semja á þennan hátt EÐA láta allt fara fyrir gerðardóm... takk fyrir að bjóða upp á val... flokkast þetta undir andlegt ofbeldi? Kennararnir halda allaveganna virðingunni ef þetta fer fyrir gerðardóm. Er andlegt ofbeldi í þínum skóla???

miðvikudagur, nóvember 17, 2004

Dúndurfréttir 

Ég ákvað það eiginlega að geyma það fram að miðvikudegi að blogga um tónleikana á mánudagskvöldið í Austurbæjarbíói, þar sem að Dúndurfréttir tóku The Wall með Pink Floyd. Ég var alltof mikið í skýjunum á mánudagskvöldinu, í gær ómaði þægilegt suð í eyrunum þegar ég vaknaði og í dag þá get ég fyrst farið að hugsa um tónleikana út frá gagnrýnni hugsun.
Í fyrsta lagi þá klikka þeir sjaldan eða aldrei, félagarnir í Dúndurfréttum; Pétur, Einar, Matti, Ólafur, Ingi og gestaleikari þeirra Halli úr Dead Sea Apple. Ég er mikill aðdáandi Dúndurfrétta og varð eiginlega fastagestur frá fyrsta kvöldinu sem ég sá þá á Gauknum á sínum tíma. Ég er búinn að sjá þá yfir 10 sinnum og sá 'seinastu' uppfærslu á The Wall líka, þegar hún var í Borgarleikhúsinu.
Í samanburði við þá tónleika voru þessir frekar litlir og að mér fannst minna power í græjunum þeirra. Þannig er það allaveganna í minningunni. Það voru engin klikk á tónleikunum en mér fannst eins og Matti væri ekki alveg í fullkominni einbeitningu sem að hljóðfæraleikur Dúndurfrétta stytti alveg út.
Salurinn var ekki fullur af fólki eins og ég bjóst við og mér fannst hálf hallærislegt að þurfa að húkka úti í kuldanum þangað til rúmlega 20 mínútur yfir 10, en tónleikarnir áttu að byrja 22:30. Það sem setti samt sem áður mesta svip sinn á þessa tónleika var fyllerí á 'gamla fólkinu'. Mér fannst þetta hrikalega hallærislegt að drekka sig svona blindfullan og vera svo að standa upp í miðju sjóvi fyrir og eftir hlé til að fara að míga! Fyrir utan drykkjufýluna sem var þarna, 3 karlar sem sátu öðru megin við mig voru svolítið niðursokknir í bjórinn.

Tónlistin var samt sem áður alveg eins og hún átti að sér að vera og jafnvel betri svona læf en á plötunni. Þetta var ótrúlega vel heppnað kvöld, í góðum félagskap með góðri mússík... Svoleiðis áidda að vera. Ég hlakka til að heyra í þeim næst og ég saknaði þess mest á þessum tónleikum að heyra ekki 'Shine on you crazy diamond' sem uppklappslag. Þeir ná því alveg þvílíkt vel... betur en orginallinn finnst mér.

Nú eiga allir og sérstaklega þeir sem fóru ekki, að setja The Wall á fóninn, koma sér fyrir með teppi í sófanum, stilla hæfilega hátt, leggjast út af og loka augunum. Það er algjört möst.

þriðjudagur, nóvember 16, 2004

Alex mágur minn er snillingur 

Vil benda ykkur á að kíkja á síðuna hjá honum Alexander Eck sem er eiginmaður systur minnar... Mágur minn semsagt. Þarna er hægt að skoða myndir, kvitta í gestabók og skoða/senda inn uppskriftir. Ótrúlega kúl!

mánudagur, nóvember 15, 2004

Já... ég er glæpamaður með stóru G-i og stóru F-i 

HAHAHAHA... ég var að komast að því að ég er búinn að misnota kerfið... án minnar vitundar! :þ Það eru bara snillingar sem geta þetta... en allaveganna er staðan sú að ég var að 'sansa' bókhaldið mitt... sem ég geri núna á svona træ-annjúal beisis... eða c.a. þrisvar sinnum á ári og komst þá að því, mér til mikillar skelfingar, að ég var ekki búinn að fá húsaleigubætur frá því í ágúst á þessu ári. Ég hringdi öskuvondur á bæjarskrifstofuna heima á Akranesinu og heimtaði svör! Fékk svo hringingu áðan þar sem mér er tilkynnt að ég eigi ekki rétt á húsaleigubótum þar sem að ég á íbúð! HAHAHA... hvernig á maður að vita af svona nokkru?!? Mér var einnig tilkynnt það að bærinn myndi ekki frekar aðhafast í málinu. Hjúkkitt... það væri nú ágætispakki í viðbót við allt að þurfa að borga til baka húsaleigu síðasta skólaárs :þ En ég hugsa að ég verði nú settur undir smásjá hjá bænum og verði héreftir kallaður ýmisst glæpamaður með stóru Gjé-i og stóru Eff-i eða hreinlega 'Enemí off ðe steit'.

Takk og bless... flúinn land.

sunnudagur, nóvember 14, 2004

Og ástæðan er... 

Hvað er að gerast hérna á klakanum? Morð á morð ofan! Nú fara spekúlantar að spekúlera um raunverulegu ástæðurnar fyrir morðunum. Hver ætli niðurstaðan verði? Maður kemst ekki hjá því að velta því fyrir sér hverjar ástæðurnar séu. Ætli það séu tölvuleikirnir sem Hrafn/Illugi Jökulsson talaði um? Ætli það séu kvikmyndirnar frá Hollívúdd? Ætli það sé uppeldið eða jafnvel andlegir kvillar?

Ég er líklega orðin hluti af hættulegustu mönnum Íslands í þessum töluðu orðum...
1. Ég bý í vesturhluta Reykjavíkur (sem er tölfræðilega hættulegasti staðurinn að búa á)
2. Ég á að baki sögu að hafa leikið mér í ofbeldisfullum tölvuleikjum (Doom; 1, 2, 3 og Ultimate Doom, Max Payne, Counter-strike)
3. Ég er áhugamaður um kvikmyndir frá Hollívúdd (Die hard o.fl.), bardagalistakvikmyndir (Kill Bill 1 og 2) og ofbeldisfullar teiknimyndir (Toy story 1 og 2)
4. Ég á barn úr fyrri sambúð (sjá útskýringu neðar)
5. Ég nefni berum orðum að beita sprengjuhótunum á opinberum grundvelli
6. Ég neyti áfengis öðru hverju (í hófi)

Svo eitthvað sé nefnt.

4. Útskýring: Leyniskyttan sem herjaði á BNA (USA) fyrir nokkru, var með það 'mótíf' í huga að skjóta nokkra 'random' og skjóta svo fyrrverandi kjéllíngu sína (láta það líta út fyrir að hafa verið 'random shooting') til þess að fá forræði yfir börnum þeirra, ég get mér til um að sá hræðilegi atburður í Kópavogi eigi rætur sínar að rekja til annað hvort; afbrýðisemi eða yfirvofandi forsjárdeilu án þess að vita það og einnig án þess að gera lítið úr þeim hrikalega atburði sem átti sér stað og aðstandendum þess.

Áðurgreindar ástæður eru nægilegar til þess að setja mig á lista yfir manneskju sem ætti tölfræðilega að vera líklegri en 'venjuleg manneskja', til þess að fremja morð. Eru þetta samt ekki allt 'venjulegar manneskjur'?

Þó svo að maður geti aldrei getið sér til um hvernig maður bregst við í ákveðnum aðstæðum vill ég þó meina að ég hafi ákveðinn slatta af kommon sensi sem gerir mér kleift að hafa það ofarlega í huga að það er ekki í mínum höndum að leika guð... þ.e. að taka líf. Ég hugsa að það myndi alveg gera út af við mig að bera það á bakinu fyrir utan það að hingað til hef ég ekki misst stjórn á mér á þann hátt að ég hef ekki vitað hvað ég sé að gera, undir áhrifum áfengis eða ekki.

Er siðferðisvitund mín það mikil að hún grípi inní áður en ég frem voðaverk á borð við morð? Ég ætla rétt að vona það... en samt sem áður veit enginn sína ævi fyrr en öll er... :/

Samt sem áður get ég fullvissað ykkur um að ofangreindar, líklegar, ástæður hafa ekki brenglað í mér siðferðisvitundina né siðferðiskenndina heldur frekar hvatt mig til þess að íhuga áhrif þeirra á siðferðisvitund mína. Fyrir utan þá staðreynd að mér finnst vænlegra að hlaupa í burt, frekar en að beita ofbeldi.

Hmm... makes you think, doesn't it?

laugardagur, nóvember 13, 2004

Nýju fötin Kóngsins! 

„Já... þú lítur bara vel út!“ sagði Gísli Marteinn, VERSTI sjónvarpsmaður Íslands 2000 f.kr. - Endaloka alheimsins, þegar hann var að kyssa rassinn á Kóngi Íslands fyrr í kvöld. Davíð Konungsson hefur aldrei litið jafn illa út... Krulluðu lokkarnir eru lagstir niður eftir að annað nýrað í honum var fjarlægt og lokkarnir þar að auki orðnir hvítir og gráir til skiptis... Hann er búinn að léttast um 10 kíló þar sem að fjarlægðir hafa verið nokkrir „varahlutir“ eins og konungurinn orðaði það sjálfur. En hann hélt stoltinu samt... undirhökunum og hausnum. Hann áttaði sig nú á því að það væri verst að missa hausinn... af öllu... (kannski fyrir utan fors-d-ráð'erratitilinn...).

En það sem að sló mig mest af öllu í þessari ævisögu var að Kóngurinn hefur aldrei skipt sjálfur um á rúmi... og 56 ára gamall!!! Meira að segja Hlynur (5 ára) hefur gert betur! Kóngurinn sagði nú reyndar líka að honum þótti leiðinlegt að mamma hans gæti ekki séð til hans þar sem hann leysti þetta, að eigin sögn, á ágætan hátt... Við skulum ekki tapa okkur í 'sentimentalinu'... Davíð Kóngsson a.k.a. Mamma-mín-og-ég.
En þetta sýnir líka best andann í sjálfstæðisflokknum... þeir sem hafa blátt blóð skipta ekki um á rúmum... þeir lengja bara það mikið í keðju konunnar frá eldavélinni að hún geti séð um þetta líka... þetta kalla þeir svo frjálslyndi eða jafnrétti. Svo hlægja allir, sem eru ekki sjálfstæðismenn, að Kónginum og hirðinni (hirðfíblunum? ykkar að dæma) því að á skjaldarmerkinu er svo stolt þeirra og gleði... Fálki! Það er nú bara af því að þeir áttu ekki góða mynd af Flóni!

En þegar maður spáir aðeins í þessu sér maður ýmiss teikn á lofti... Skjaldarmerki alveg eins og 'aðallinn' var með á dögum riddara... blátt blóð, eins og hjá konungsbornum (þess má til gamans geta að það kallast úrkynjun nú til dags... þar sem að flest kóngafólkið er svona 'inbreads' (innbríds) aðalsmanna og þ.a.l. kemur ýmiss úrkynjun í ljós (sbr. útlit Karls Bretaprins)), Fálki = ranghugmyndir?

En að öllu gríni slepptu þá vonar maður að þessi „4 ólíku tegundir af vandræðum“ (n.b. Kóngurinn talaði ekki um sjúkdóma... það er veikleikamerki) verði til þess að Konungur Íslands sjái kannski að sér... EÐA þá að þetta hafi allt saman verið stönt hjá honum til þess að auka fylgi sjálfstæðisflokksins eftir fylgisminnkun seinustu daga...

JÁ, SAMEINUMST ÖLL UM AÐ VORKENNA SJÁLFSTÆÐISMÖNNUM OG LEYFA ÞEIM AÐ HALDA Í VÖLDIN... ÞVÍ ÞAÐ ER EINI SJÉNSINN FYRIR ÞÁ AÐ HALDA GEÐHEILSUNNI!

föstudagur, nóvember 12, 2004

Komah svoh... gáið hvað þið getið og vitið... 

Ég bjó til þetta próf fyrir þig! Taktu þetta próf! og kíktu svo á Skorborðið!

fimmtudagur, nóvember 11, 2004

Einveldið og Kóngurinn! 

Já, það var frekar merkilegt að sjá Konung Íslands sitja fund þar sem að var verið að ræða um það hvernig ætti nú að fresta kennaradeilunni í dag. Skemmtilegt að sjá þarna einstaklinga eins og félagsmála- og menntamálaráðherra og svo náttúrulega nýja fors-d-ráðerrann og svo að sjálfsögðu utanríkisráðherrann... WTF?!?!? NIGGAH PLEASE!!! og allt það! UTANRÍKISRÁÐHERRA/KONUNG Íslands! Þetta mál verður náttúrulega komið í 'Heimsfréttirnar' innan skamms... og þá verður allt Kónginum að þakka... 'The King is not dead! He's in Iceland' Svo verður mynd af Davíð Kóngssyni þar sem hann er klæddur í silkislopp af fínustu gerð með slifsi um hálsinn og Konunginn trónandi efst á hrúgu af líkum með sverð Arþúrs konungs rekið í gegnum hrúgu af deiluaðilum. Flottur gaur... vantar bara sítt að aftan og hormottu...

Annars var hann eitthvað að reyna að fá draum sinn og Björns Bjarnasonar uppfylltann inn á þingi í dag þegar hann bauðst til þess að borga úr eigin vasa (ríkiskassanum) uppihald hersins á Íslandi... hann lét það líka fylgja að hann væri búinn að sækja um í landgönguliðið og að hann ætlaði að hitta Collin Powell á þriðjudaginn í næstu viku til að nýta sér 'klíkuna'.

Maður ætti kannski að koma með sprengjuhótun í fyrramálið svo að þeir næðu ekki að henda lögum á kennarana... ja, allaveganna þannig að kennsla hæfist ekki fyrr en á þriðjudag í næstu viku... vegna þess að þetta er allt saman fyrirfram ákveðið hvort eð er!!!

Skítapakk!

miðvikudagur, nóvember 10, 2004

Já, þar varstu nú snjall! 

Ég man ekki hvort að ég hafi bloggað um það á sínum tíma... en allaveganna þá lenti ég í svolítið sniðugu atriði í körfuboltanum í dag. Maður af íslömsku bergi broti vatt sér að mér og spurði mig hvort að ég héti ekki Óli Örn. Mér var nú svolítið brugðið en kannaðist alveg við hann en mundi ekki hvaðan. Ég setti í brýrnar (brúnirnar? Þóra?) og spurði hann hvaðan ég þekkti hann... þá sagði hann mér að við höfðum setið eitthvert kvöldið á Kaffi list þar sem að ég hafi verið að kenna honum aðferð til þess að muna nöfn, þar sem að hann var svo lélegur að muna nöfn. Ég fattaði það þá að ég hafði gefið honum þær leiðbeiningar að í hvert skipti sem hann hitti/kynntist einhvern nýjan einstakling ætti hann að taka í höndina á honum/henni og segja nafnið hans: (handaband)Komdu sæl/ll XXX XXX. Það hefur greinilega setið svona í honum því að hann fattaði þetta áður en 10 mínútur voru búnar af tímanum og spurði mig hvort að ég væri ekki Óli Örn!

Mig minnir að hann sé Tyrki og mig minnir að hann eigi 5, 6 eða 7 eiginkonur. Það sat svolítið í mér þar sem að ég ræddi við hann um femínisma og þess háttar (alltaf að reyna að breyta öðrum menningarsamfélögum...) í tengslum við fjölda eiginkvenna. Hann er hér í háskólanámi og í FÍH (tónlistarskóli... elíta hljóðfæraleikara) á meðan þær bíða hans heima... stilltar og prúðar.

En það sem sat svolítið í mér líka var það að ég man ekki með neinu móti hvað hann heitir... ég hefði nú getað púllað þetta stönt á sjálfan mig til þess að muna hvað kallinn héti... en hey... þetta er samt ráð sem virkar!

Prófiði það næst...

Smáborgarar... 

Það er ekki á hverjum degi sem maður hittir Eirík Haukson... 2 daga í röð! Rakst á Eirík Haukson rokkara fimmtudag og föstudag. Hann var svona nett sjúskaður að sjá og með honum bæði kvöldin var einhver hallærislegasti rokkarinn í evrópu. Gaurinn var í 'innvíðum' gallabuxum, svörtum bol og eldgömlum gallajakka. Til að toppa allt var hann svo með sítt, krullað 'að aftan'... Geðveikt fyndin sýn.
Íslendingar halda ekki vatni yfir frægu fólki og það voru svona 5-8 manns í kringum hann að syngja fyrir hann tóndæmi úr lögum sem Eiríkur hefur sjálfur sungið yfir ævina... ALVEG GEÐVEIKT HALLÆRISLEGT. Haldiði að það sé nú ekki gaman að heyra fólk syngja falskt ofan í mann eitthvað sem maður hefur sett líf og sál í (rokkið er þannig)? Nett pirraður á þessu reyndi Eiríkur bara að ganga um þannig að hann heyrði sem minnst af þessu. Við náðum augnasambandi og ég kinkaði létt kolli til hans og hann kinkaði kolli til baka. Það er rokk... maður verður að kunna sig...

LIFI ROKKIÐ!!!

mánudagur, nóvember 08, 2004

„Setjum bara lög á kvikindin...“ 

Þó svo að ég hafi ekki heyrt þessa setningu orðrétt... þá vofir hún svolítið yfir núna eftir að kennarar felldu launalækkun sína með 93% atkvæða. Já, ég tala um launalækkun því að það er það sem gerist hjá mörgum kennurum til að byrja með... Þá erum við að tala um einhverja leiðréttingu sem verður til að byrja með fyrir eiginlegu 'launahækkunina'. Pff... blæs á þetta kjaftæði.
4339 kennarar völdu að fella tillöguna... af 4617. Þetta er mun meira afgerandi heldur ráð var gert fyrir og í kjölfarið er farið að ræða um afarkosti... setja bara lög á kennarana.

Samstaðan í herbúðum kennara er því næstum algjör... sem er líklegast meiri en fólk reiknaði með... þannig að ef til lagasetningar kemur þá halda þeir reisn sinni... ólíkt þeim sem setja á þá lög.

Kennarar, ég styð ykkur heilshugar (101%) og ég vona að þið náið að knýja fram raunverulega launahækkun. Áfram grunnskólakennarar!

sunnudagur, nóvember 07, 2004

Got women to the left of me... got women to the right of me... but I ain't got you! 

Svohljóðandi er texti í lagi með Andrew Dice Clay þegar hann er að leika Ford Fairlane... en mig langar til að bera það undir ykkur hvort að það hafi verið vitleysa hjá manni að fara í klippingu?!?
En það var fínt stemning hjá okkur á fimmtudagskvöldið eftir ráðstefnuna á Tapas-barnum þar sem við fengum okkur öll að borða saman.
Þetta eru niðurstöður seinustu könnunar:


Ég ákvað að setja inn nýja skoðanakönnun útafessum niðurstöðum... hérna hafiði smá samanburð:


P.S. þessar dömur eru með öllu lofaðar... þó svo að við myndumst vel saman :þ

föstudagur, nóvember 05, 2004

Staða feðra 

Ágætu gestir.
Ég heiti Óli Örn Atlason og ætla að fjalla um stöðu feðra og reyna að svara þeirri spurningu hver staða feðra sé gagnvart börnum þeirra í íslensku samfélagi eftir skilnað.

Samfélagsleg staða feðra við skilnað eða sambúðaslit stjórnast að miklu leyti af ríkjandi viðmiðum samfélagsins. Sú hefð hefur verið ríkjandi að mæður eigi að sjá og sjái að mestu um börnin. Þar af leiðandi fá þær forsjá yfir barni við skilnað og feður fá barnið til sín aðra hverja helgi. Það að mæður fari með forsjá eftir skilnað hefur verið einskonar óskráð regla sem hefur fengið byr undir báða vængi og skapast út frá nokkurs konar þjóðsögum í kring um tapaðar forsjárdeilur. Þetta ríkjandi viðmið er smám saman að breytast með tilkomu fæðingarorlofslaganna, meiri þátttöku feðra í umönnun barna sinna og umræðunnar í samfélaginu. Það er talið aðdáunarvert að faðir skuli vera einn með barn á meðan það þykir ekkert tiltökumál að einstæð móðir hafi allt að þrjú börn á sinni könnu.
Karlar eru oft í þeirri stöðu að þeir séu fyrirvinna fjölskyldunnar. Þeir eru útivinnandi og sjá heimilinu, eins og er, fyrir meiri tekjum en mæðurnar. Ríkjandi karllægar hefðir í íslensku samfélagi gera það að verkum að feður eru þessar fyrirvinnur. Þegar barn fæðist neyðist faðirinn til þess að auka við sig vinnu til þess að brúa bilið eftir að tekjur fjölskyldunnar hafa lækkað umtalsvert. Þessum hefðum eru fæðingarorlofslögin, krafan um jafnrétti, hagsmunir barnanna og umræðan í samfélaginu að vinna gegn. Samfélagsleg staða feðra fer því batnandi með hverjum deginum sem líður þó svo að erfiðast reynist að breyta hinu almenna viðhorfi samfélagsins um hin hefðbundnu kynhlutverk.

Með tilkomu fæðingarorlofslaganna, jafnréttislaganna og endurbóta á barnalögunum hefur lagaleg staða feðra batnað til muna. Sameiginleg forsjá er ekki nema 12 ára gamalt fyrirbæri í íslenskri löggjöf og með tilkomu þess í barnalögunum árið 1992 varð foreldrum kleift að fara með sameiginlega forsjá. Þetta þýðir í raun það að foreldrar geti komist að samkomulagi um umgengni, skiptingu á útgjöldum og allt það sem snýr að barninu, án íhlutunar þriðja aðila. Þegar foreldrar barns geta komist að samkomulagi eru hagsmunum barnsins best gætt. Staðreyndin er einnig sú að foreldrar eru almennt frekar ánægðir með sameiginlega forsjá þar sem ábyrgð foreldra gangvart barninu er að mestu jöfn. Sameiginleg forsjá var valin í um 23% tilvika árið 1992 en í dag er sameiginleg forsjá valin í um 70% tilvika við skilnað eða sambúðarslit. Samt sem áður virðist hinn hefðbundni helgarpabba-pakki vera ráðandi í umgengni feðra við börn sín hvort sem um sameiginlega forsjá er að ræða eða ekki. Nú er sameiginleg forsjá orðin ríkjandi viðmið þegar kemur að skilnaði en samkvæmt lögum um lögheimili getur einstaklingur einungis haft lögheimili á einum stað. Það gerir það að verkum að forsjáin er yfirleitt í höndum móðurinnar.
Í barnalögunum og fæðingarorlofslögunum er sérstaklega kveðið á um rétt barns til þess að þekkja og umgangast báða foreldra sína til jafns. Foreldrum reynist yfirleitt erfitt að skilja og síta samvistum og þar af leiðandi lenda hagsmunir barnanna oft á hakanum. Með tilkomu þessara laga hefur þróun síðustu ára verið á þá leið að nú er meira hugað að því sem er börnunum fyrir bestu. Helstu nýmælin í barnalögunum er að móðir er nú skylduð til þess að feðra barn sitt og því foreldri sem fer með forsjánna skylt að koma á umgengni forsjárlausa aðilans og barnsins. Réttindi forsjárlausa foreldrisins hafa því verið lögfest þó svo að ekki sé kveðið á um lágmarksumgengni.
Fæðingar- og forsjárlögin marka tímamót fyrir fjölskyldur og þá feður sérstaklega. Hagsmunir feðra, mæðra og barna eru hafðir að leiðarljósi með tilkomu þessara laga. Femínistar hafa verið að berjast fyrir því að feður séu ábyrgir fyrir uppeldi og umönnun barna sinna og með þessum lögum geta feður tekið aukinn þátt í umönnun barns í frumbernsku þess.
Feður hafa verið hálf raddlausir varðandi þetta mál til þessa, en samkvæmt skoðanakönnun frá árinu 1997 sagði ríflega 80% karla að þeir myndu nýta sér þriggja mánaða fæðingarorlof ef þeir fengju þann rétt og ef að sá réttur skerti ekki möguleika móðurinnar.

Þegar kemur að skilnaði horfa dómstólar til þriggja þátta:
Hvorum aðilanum barnið er nánara, hvorum aðilanum minni röskun væri fyrir barnið að vera hjá og hvor aðilinn er líklegri til þess að tryggja umgengni við forsjárlausa foreldrið. Áður var það yfirleitt þannig að móðirin fékk barnið þar sem að meginrökin voru að hún væri nánari barninu vegna þess að hún sá að mestu um barnið frá fæðingu og á meðan fæðingarorlofinu stóð. Þetta hefur breyst þar sem að feður hafa nú öðlast rétt til fæðingarorlofs og geta þar af leiðandi verið heima fyrstu þrjá mánuði í lífi barnsins. Minni röskun er nú minna mál með sameiginlegri forsjá þar sem foreldrar koma sér saman um að deila útgjöldum og ábyrgð á velferð og uppeldi barnsins. Samkvæmt lögum ber forsjáraðila að hvetja til umgengni barns við forsjárlausa aðilann og þar af leiðandi er erfitt að segja til um hvort foreldrið væri ólíklegra til þess að tryggja umgengni.

Í dag er staðan þannig að feður á Íslandi fara með forsjá í um 7% tilvika, sem er um helmingi minna en á Norðurlöndunum. Ríkjandi viðmið samfélagsins um að börnin séu mæðranna en ekki feðranna vegna þess að þetta liggi einfaldlega betur fyrir mæðrunum er að breytast. Jafnréttismiðaðri samfélagssýn er orðin að veruleika þar sem að feður taka meiri þátt í umönnun barna sinna og jafna ábyrgð á uppeldi þeirra og hagsmunum. Aukin þátttaka karla í uppeldis- og umönnunarstörfum og aukin umræða hefur haft mikið að segja í samfélaginu, sem er nú að taka við sér.

Sameiginleg forsjá er í auknum mæli að verða meginregla þegar fólk skilur eða slítur sambúð og er það börnunum yfirleitt fyrir bestu að fá að umgangast foreldra sína til jafns.
Með tilkomu fæðingarorlofslaganna eru feður meiri þátttakendur í uppeldi og umönnun barna sinna og geta slitið sig frá vinnu án þess að það hafi alvarlegar afleiðingar fyrir efnahag heimilisins. Þar með er réttur þeirra til að vera heima orðinn að samfélagslegri viðurkenningu á föðurhlutverkinu.

Hagsmunum barnanna er best borgið þegar foreldrar geta komist að samkomulagi og deilt með sér þeirri ábyrgð sem snertir hagsmuni og þarfir barnanna. Einnig þarf að vera ákveðin hugafars- og viðhorfsbreyting í samfélaginu til þess að gera feðrum kleift að umgangast börnin sín til jafns við móðurina auk þess að viðurkenna ábyrgð og þátttöku feðra í uppeldinu. Samfélagsleg viðurkenning á föðurhlutverkinu er því hagsmunamál fyrir feður, mæður og börn þar sem að uppeldið varðar mestu.

Ráðstefnan gekk í alla staði mjög vel og eigum við hrós skilið fyrir þetta afrek. Tímamörk stóðust algjörlega og gekk ráðstefnan fyrir sig án nokkurra vankvæða.

Endilega setjið spurningar í komment eða sendið mér póst á ooa@hi.is

fimmtudagur, nóvember 04, 2004

Það er í dag!!! 

Ágæta fólk, ég hvet ykkur eindregið til þess að koma á ráðstefnuna Uppeldið varðar mestu sem haldin verður í DAG í ráðstefnusal Íslenskrar erfðagreiningar. Ráðstefnan verður sett klukkan 15:00 og slitið um 18:30.

Sjá meira um ráðstefnuna og erindin hér

Set svo hingað inn erindi mitt fyrir þá sem ekki komast, á næstu dögum.

Vonast til þess að sjá sem flesta á morgun.

Bk,
Óli Örn

miðvikudagur, nóvember 03, 2004

Einstefnumiðill 

Fyndið að lesa á sellunni.is þar sem fólk er að fara með rangt mál og það er ekki hægt að leiðrétta það. Var að lesa pistil eftir Pétur Maack Þorsteinsson sem heitir: Kennarar sem nenna ekki að vinna. FÍNT!!! Guð hvað það væri búið að drulla yfir þessa grein ef það væri hægt að kommenta á þetta þarna.

„Með öðrum orðum þá sömdu kennarar af sér tengingu launa við starfsreynslu. Það er varla hægt að fara fram á að aðrir virði störf þeirra þegar þetta er viðhorf kennaranna sjálfra.“ Málið er bara þannig að seinustu samningar voru ekkert í höndum kennara... það var víst handfjatlað á annan hátt og hefur mér verið banna að ræða það frekar hér... þær bólfarir.

„Hitt atriðið sem tekið var upp í síðustu kjarasamningum og vakið hefur reyði [svo] kennara er þessi svokallaða fasta viðvera. Sjálfur prófaði ég einu sinni að kenna í gagnfræðaskóla og eftir því sem ég komst næst þá gengur föst viðvera út á það að kennarar séu á staðnum að minnsta kosti jafn margar klukkustundir og þeir fá greiddar. Þrátt fyrir að venjulegu fólki virðist sú krafa bæði hrein og bein, að fólk sé í vinnunni þann tíma sem sem það fær greitt fyrir, sjá kennarar málið í einhverju öðru ljósi. Fjölmargir kennarar hafa lýst því yfir bæði hátt og í hljóði að eftir að föst viðvera var tekin upp hafi laun þeirra í raun lækkað. Það er að segja, eftir að kennurum var sagt að vera í vinnunni þann tíma sem þeir fá borgaðan lækkaði kaupið. Ef laun fólks lækka þegar það er skikkað til að vera í vinnunni getur það ekki þýtt annað en að þetta sama fólk hafi verið að svíkjast um í vinnu. Þeir voru sumsé að skrópa.“ Er þá ekki málið að þeir fái viðunandi vinnuaðstöðu til þess að geta sinnt þeim undirbúningi sem kennslan krefst? En yfirferð heimaverkefna og prófa?

„Og þetta er hópurinn sem stefnir í að gera okkur hin gjörsamlega forviða með því að fella launahækkun upp á 16,5% á þeim forsendum að hún sé léleg. Ég myndi alveg þiggja þessa launahækkun og sjálfsagt eru flestir mér sammála. Og jú jú, kennarar eru ekkert ofhaldnir á þessum launum. Ég er meir að segja alveg á því að við ættum að hækka kaupið við suma þeirra. Jafnvel enn meira en þessi prósent sem nú stendur til.“ Já... hann væri nett sáttur við að hækka um 20 þúsund krónur í HEILDARLAUN eftir 30 ára kennslu eftir 4 ár... það er flott...

„En mér finnst líka að laun kennara eigi ekki að vera ákveðin yfir línuna með feitu pennastriki. Kennarar þurfa að sýna fram á að þeir séu launa sinna verðir, þeir sem geta það ekki hafa ekkert með hærra kaup að gera – ekki frekar en aðrir sem nenna ekki að vinna vinnuna sína.“ Amm... þetta líst mér vel á... færum ábyrgðina ennfrekar yfir á kennara... eigum þeir ekki bara líka að sjá um að venja þau af snuði og bleyjum og kenna þeim almenna kurteisi og borðsiði?!?!?

Það væri gaman að sjá hvort að hann myndi sætta sig við sömu laun og launakjör og kennarar hafa eftir að hafa lokið 3ggja ára sálfræðinámi við H.Í.

HANANÚ!

Subject: FW: Refsum olífélögunum á þann hátt sem þau skilja! 

Olíufélögin stálu af okkur peningum í mörg ár. Það liggur skýrt fyrir í niðurstöðum Samkeppnisstofnunar.
Þeir viðurkenna það - en segja að málið sé fyrnt. Þeir vilja ekki borga sektir eða skaðabætur- vegna þess að það er svo langt síðan þeir stálu frá okkur.
Við getum svarað fyrir okkur. Það þýðir ekkert að hafa bensínlausan dag. Það er bara rugl því þá verslum við bara meira á morgun. Við refsum þeim með buddunni og kaupum BARA BENSÍN! Alveg þangað til þeir hætta að röfla og borga sínar sektir og skammast
sín - þá kaupum við BARA BENSÍN. Ekki sígarettur, ekki pylsur, ekki hreinsiefni, leikföng, nammi, mat, hanska, grill né neitt annað, Við kaupum allt slíkt annars staðar.

Hjá olíufélögunum kaupum við BARA BENSÍN! EKKERT ANNAÐ!
Þeir finna fyrir því.

Dreifðu þessu á þína vini - og stattu við það að kaupa BARA BENSÍN.

Næst þegar þú freistast til þess að kaupa eitthvað annað á bensínstöð en BARA BENSÍN þá sannar þú orð markaðsstjóra OLÍS sem sagði í samráðinu "Fólk er fífl".

Vilt þú láta hafa þig af fífli? Ef ekki þá kaupir þú BARA BENSÍN.

AlmenningurReyna að versla af Atlasolíu ef þeir væru ekki á markaðnum þá mundu bensín
kosta svona c.a 125kr líterin
Félögin sem um ræðir eru:
Skeljungur, OLÍS og ESSO

þriðjudagur, nóvember 02, 2004

Já er það?!?!? 

Jæja... hvað segiði gott? Maður veit nú ekkert hvað það eru margir sem eru búnir að gleðjast yfir þessum lögum ;)

En allaveganna þá verður ráðstefna 3ja árs uppeldis- og menntunarfræðinema; Uppeldið varðar mestu, haldin í sal Decode á fimmtudaginn 4. nóvember næstkomandi. Þar munu verða margvísleg erindi sem nemendur á 3ja ári í U- og M.fr. í H.Í. hafa gert einhversstaðar á námsferlinum. Þetta verður fjölbreytt ráðstefna sem stendur frá 15:00 til 18:30.

Ég var að velta því fyrir mér hvort að ég ætti að setja erindi mitt; Staða feðra, hér inn... en ætla að sjá til hverjar undirtektirnar verða...

Annars má fræðast meira um ráðstefnuna í þessum link hérna.
Uppeldið varðar mestu
Ráðstefna uppeldis- og menntunarfræðinema við Háskóla Íslands.

Fimmtudaginn 4. nóvember 2004 verður hin árlega ráðstefna uppeldis- og menntunarfræðinema við Háskóla Íslands í fyrirlestrasal Íslenskrar erfðagreiningar, kl. 15.00- 18.30. Flytjendur erinda eru nemar á 3. ári í uppeldis- og menntunarfræði og er ráðstefnan hluti af námsmati til BA.- prófs.

Hvert erindi tekur 10 mínútur, dagskrá er sem hér segir:

15:00 Setning ráðstefnu

Samskiptahæfni og siðgæðisþroski barna
- María Jónsdóttir
Dyslexía
- Guðlaugur Eyjólfsson
Siðferðismenntun
- Þorbjörg Ásta Þorbjarnardóttir
Staða fatlaðra barna í íslenska skólakerfinu
- Drífa Baldursdóttir
Að styðja við barn með athyglisbrest
- Guðrún Hanna Hilmarsdóttir
Þjónusta við börn með Downs-heilkenni
- Hildur Halla Gylfadóttir
Tilfinningaviðbrögð hjá systkinum barna með sérþarfir
- Ásta S. Aðalsteinsdóttir
Þunglyndi barna og unglinga
- Kolbrún Ósk Jónsdóttir og Elísabet Svava Kristjánsdóttir

16:35 – 17:00 Hlé, léttar veitingar í boði

Kynfræðsla á villigötum
- Jens Ívar Albertsson
Kynjamunur í skólastarfi
- Ólafur Heiðar Harðarsson
Fjölkvillar: Fíklar og geðsjúkir í meðferðarkerfinu
- Sigríður Halldórsdóttir
Ég heiti mamma og ég ræð
- Edda Jóhannesdóttir og Hrefna Guðný Tómasdóttir
Þroskaheftir foreldrar
- Sigurbjörg Eyfeld Skúladóttir
Foreldrar, jafningjar og samfélag
- Ásdís Ýr Arnardóttir
Staða feðra
- Óli Örn Atlason

18:20 – 18:30 Ráðstefnuslit

Nánari upplýsingar á http://www.blog.central.is/radstefna

This page is powered by Blogger. Isn't yours?