<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, nóvember 29, 2005

Krúsí... 

Ég er búinn að fara og sjá fyrrverandi bumbubúa Svavars og Þóreyar og hann er algjört æði! Ég samgleðst þeim ótrúlega og þau voru mjög heppin þar sem að ljósmóðirin var alveg yndisleg og fæðingin gekk snuðrulaust fyrir sig. Óskírður Svavarsson fæddist í nótt klukkan 1.
Algjört rassgat :)

It's a boy!!! 

Drengur Svavarsson, Ingþórssonar og Þóreyjar Jónsdóttur fæddist í nótt. Hann var 14 merkur og 51 sm.
Ég mun að sjálfsögðu mæta í eigin persónu til þess að bera gripinn augum og kyssa þau í bak og fyrir...

sunnudagur, nóvember 27, 2005

Úr smiðju Dsjerrí Brúkkhæmer... 

So you think you've got cancer?
er nýr raunveruleikaþáttur... „You are 12 of the whitest people on the face of the earth.“ Á hverjum degi fara þessir tólf einstaklingar í tvöfaldan ljósatíma og í lok hvers dags er 'the cut', þar sem skorinn er smá bútur af líkama þeirra og hann greindur. Sá sem er seinastur til þess að greinast með krabbamein fær 500.000 dollara í verðlaun.

So you think you can park?
er einnig nýr raunveruleikaþáttur þar sem einstaklingar eru látnir leggja bílnum sínum í bílastæði. Það sem er óvenjulegt við þennan leik er að hvítu línurnar sem afmarka bílastæðið eru í raun skynjarar sem eru tengdir við sprengju undir bílnum og ef bílnum er ekki lagt rétt í stæðið springur sprengjan... „Dynamite show!“

Survivor: Uruguayan-rugby-team-style!
Keppendur eru látnir dúsa í hálfu flugvélaflaki uppí Andesfjöllunum þar sem þeir bíða þess að aðrir keppendur deyji... „He who eats the best, will outlive the rest...“ Sigurvegarinn fær að sjálfsögðu 500.000 dollara auk ársbirgða af vondum mat.

America's next top amazing brace
„Beautypageant where beauty meets dentistry.“ Fengnar eru nokkrar ljótar konur og skellt í þær spöngum. Fegursta/spengilegasta fyrirsætan verður svo ljósmynduð af Dsjil Bensímon fyrir Coverghörl megasín.

Bitch-galore
Hérna er nokkrum 'bitrum' safnað saman og þær látnar keppast um kærasta. Helst allt saman mjög hressar, opnar og skemmtilegar stúlkur því að þannig stelpur finnast ekki á 'djamminu' auk þess að þær ganga aldrei út... Aðal málið er að kærastinn haldi að hann sé aðalmaðurinn í þessum þætti því að hann er svo vitlaus að hann á hvort eð er aldrei eftir að fatta að þetta er bara pimp-þáttur fyrir stelpurnar sem eru vonlausar í því að velja sér kærasta sjálfar. Þær verða allar að vera búnar að eiga bara hrikalega ömurlega kærasta af því að annars eru þær ekki orðnar nógu 'desperat' auk þess að þær verða að leyfa öllum að fylgjast með því hvernig þær falla fyrir enn einum asnanum. Kannski stolið 'matereal' en það verður bara að hafa sig... maður verður að ná að auglýsa kvikindin almennilega svo þær nái sér nú í einhverja almennilega.

Idol - Ædol
Hérna eru keppendur fengnir til þess að reyna að líkjast Billy Idol sem mest í söng og framkomu. Sá sem stendur uppi sem sigurvegari tekur svo við af Billy sjálfum þegar hann deyr eða verður þreyttur á því að gera magaæfingar.

Íris
Raunveruleikaþáttur þar sem sýnt verður aftur og aftur í 'sló mó' hvernig Íris hafnaði Steina. Þetta er hugsað sem sería sem er sýnd einu sinni í viku, endursýnd tvisvar í sömu viku, og lifir í 8 vikur. Sýnt verður atriðið frá ýmsum sjónarhornum og rætt verður við helstu myndatökumennina sem skutu upprunalega myndskeiðið auk þess að rætt verður við fjölskyldu, vini og vandamenn Írisar sem lýsa henni allir sem yndælli og skemmtilegri stúlku... Hvað gerist svo í lokaþættinum?!?

I've got a bag full of this shit... Viljiði meira? Á ég að hefja ólöglegar útsendingar á nýju sjónvarpstöðinni minni; 'Sjá meir'? Þó svo að ég eigi eftir að líkjast Hannesi Holgóma við að brjóta svona á Jóni Ólafs þá er mér alveg sama... ég er bitur í lífinu og get alveg þolað að verða sóttur til saka... ég skýri bókina mína bara (H)Óli K(á) : aupsýslumaðurinn...

föstudagur, nóvember 25, 2005

Bara snilld... 

Varð að deila þessari mynd með ykkur... Hún lýsir Davíð Þór Jónssyni meira heldur en mörg orð gera... en það sem er skemmtilegt við hana er gaurinn sem leynist í myrkrinu vinstra megin...

Það verður gaman að sjá hve langan tíma það tekur meistara Djass að sjá þetta :)

fimmtudagur, nóvember 24, 2005

LIFI ROKKIÐ!!! Partítröll


Þú ert nýjungagjörn, tilfinningarík félagsvera.


Partítröllið fylgist vel með nýjustu straumum og stefnum hvort sem um er að ræða föt, tónlist eða græjur. Það eru 74.5% líkur á því að það eigi iPod, 61% líkur á því að það eigi Fred Perry póló bol og 96% líkur á því að það eigi Adidas skó. Partítröllinu finnst The OC vera skemmtilegur þáttur.


Partítröllið er vinsælt - eða telur sig að minnsta kosti vera það. Þótt margir laðist að því eins og flugur að mykjuhaug eru aðrir sem eru ónæmir fyrir þokka þess og enn aðrir sem hafa jafnvel ofnæmi fyrir því. Það eru þeir sem eru í eldhúspartíinu á meðan partítröllið hristir rassinn og baðar út öngum á dansgólfinu.


Þegar gamaninu slotar er partígríman þó fljótt tekin niður og undan henni kemur viðkvæma blómið sem partítröllið raunverulega er.

Hvaða tröll ert þú?

Ef ég væri... 

indíáni þá myndi ég heita Tyr'd-lil-kla'd eða Litla Þreyttský... Ég hef sjaldan (í lífinu) vaknað svona syfjaður... ég vaknaði reyndar klukkan 6 í morgun og sofnaði aftur. Klukkan 6 var ég mjög hress... en svo sofnaði ég aftur (eftir smá stund (í lífinu)) og þegar ég vaknaði svo aftur var ég alveg búinn. Málið er að mig dreymdi svo mikið!

Þetta kom ekki endilega í þessari röð... en hérna kemur bróðurparturinn af draumunum:

1. Ég var staddur í þyrlu ásamt Sigga Hauks, Svabba og einhverjum einum öðrum og flugum yfir mikinn skóg. Þaðan yfir einhvern dal og svo er okkur kastað út. Við lendum við fjallsrætur á mjög bröttu fjalli og erum allir allt í einu kappklæddir. Siggi og Svabbi lenda aðeins ofar (c.a. 2 m) en við erum allir tengdir saman með öryggislínum. Við hefjumst svo handa við að labba upp fjallið og það er mjög bratt og ég er nokkrum sinnum alveg við það að detta en ég er í svo góðum skóm (moonboots) að ég renn ekki. Þegar við komum svo upp á toppinn er alveg geðveikt útsýni. Þar bíða okkar 4 vélsleðar og við förum 'beisikklí' að leika okkur á vélsleðum. Áður en ég fer á minn moka ég aðeins af honum og frá honum með skóflu (sem er alveg eins og hið geysivinsæla 'Spliff, donk og gengja' (meira að segja blátt, gult og rautt á litinn)). Ég á svo að láta það detta niður fjallshlíðina en ég verð að passa mig að það fari ekki í hausinn á þjóðgarðsverðinum þannig að ég kalla niður hvort að það sé einhver fyrir neðan en fæ ekkert svar. Ég lít þá fyrir aftan mig og þar er svona gult vinnuljós (eins og er oft á gröfum o.fl.) og þar sem það er ekki kveikt á því veit ég að vörðurinn er ekki fyrir neðan. Ég læt 'skófluna' detta niður og hún lendir beint í einum polli sem er fyrir neðan. Svo fer ég að leika mér. Allt í einu er ég kominn á Reynigrundina að leika mér á vélsleðanum og það er ótrúlega gaman...

2. Ég er að labba út í bílinn minn og sé þá að það er búið að 'lykla' hann. Ég verð alveg ótrúlega brjál og vill komast að því hver lyklaði bílinn minn. Ég fer að rekja hvar bílnum hafi verið lagt og mér dettur helst í hug að hann hafi verið lyklaður fyrir utan eitthvað hús í bænum. Ég fer þangað og finn svona lakk-kurl á bílastæðinu þar sem ég hafði lagt bílnum en ákveð að kæra þetta ekki þar sem að ég þykist vita hver þetta hafi verið og tel það ógerlegt að sanna það. Allaveganna... þegar ég skoða lyklið svo betur þá sé ég upphafsstaf þessarar manneskju sem ég hef grunaða um verknaðinn auk þess að það er búið að lykla rúðuna afturí (farþegamegin) þannig að það myndar dáleiðsluspíral... (samfelld lína í hring sem minnkar alltaf í stað þess að loka hringnum). Nema hvað að stafurinn er á röngunni... eins og t.d. F nema að angarnir snúa aftur (skiljiði?). Ok... allt í einu er ég staddur á Bjarkagrundinni og fyrir utan húsið þar sem þessi manneskja á heima (í draumnum) og er þar að ræða við mömmu manneskjunnar. Allt í einu sé ég manneskjuna liggja í sófa (eins og manneskjan hafi verið sofandi) og manneskjan virðist vera veik. Þá 'confronta' ég manneskjuna og þar sem að foreldrarnir eru viðstaddir viðurkennir manneskjan verknaðinn. Ég ákveð að kæra... ótrúlega bitur í lífinu. Ég held svo áfram og keyri á milli Grundanna þangað til að ég er að verða kominn heim. Þá sé ég Sturlu (sem á heima á réttum stað í draumnum) og barn hans er eitthvað að leika sér á kassabíl og verður næstum því fyrir mínum bíl (ekki mér að kenna að sjálfsögðu) og ég stoppa bílinn inní bílskúr. Þarna eru mamma, Nonni frændi, Þóra, Atli og einn enn. Við förum öll eitthvað að reyna að gera við bílinn og þá er hann allt í einu kominn á búkka og á einhverjum krappí felgum. Við erum eitthvað að fara að skipta um dekk og dytta að bílnum... ég er eitthvað að sjæna hann af því að ég veit að ég er að fara fá bílinn sprautaðann í boði trygginganna þar sem að þetta var shure-win sittjúeisjon með lyklið.

3. Ég er eitthvað að labba í gegnum Grundirnar og þá sé ég bróður 'manneskjunnar' úr draum 2 og hann er eitthvað stelast til að reykja. Hann er með tóbak og tóbaksbréf og er að vefja sér sjálfur... eníhú... ég labba aðeins lengra og virðist vera að fara í heimsókn í hús á Bjarkagrundinni. Þar hitti ég fyrir Pétur eineygða og konuna hans (nema hvað að þau eru löngu skilin (í lífinu)). Þau eru að skila til mín tveimur DVD myndum og voru hæstánægð með þær þannig að ég býð þeim að kíkja bara endilega til mín ef þau vilji fá einhverjar aðrar lánaðar. Þau þyggja það með þökkum og ég bið hann um að láta mig hafa ímeilið sem ég skrifa niður... og það skrýtna (eða ekki) við það er að hann lætur mig fá eitthvað ímeil sem inniheldur ekki nafið hans og eitthvað útlenskt lén fyrir aftan @-ið.

4. Svo dreymdi mig eitthvað frá 6 sem ég man ekki... þetta er samt ótrúlega stutta útgáfan af þessum draumum þannig að það er kannski ekki furða að ég sé þreyttur!

Ég og Jonni skelltum okkur svo í gær í Hellinn til þess að bera Blindsight augum. Það var svo geðveikt af því að þegar þeir komu sér fyrir kom allt í einu geðveik svitalykt (líklegast af sveitta gaurnum eða gellunni (sá ekki hvort kynið þetta var...)) með dreddana sem staðsetti sig eiginlega beint fyrir framan okkur og ég hugsaði bara: Vááá... GEÐVEIKT ROKK! Hehehe... þeir voru samt mjög góðir þó svo að sándið þarna hafi verið algjört drasl. Þeir voru þriðja hljómsveitin af fjórum og söngurinn skilaði sér einu sinni almennilega í einu af þremur lögum hjá hljómsveitinni sem var á undan. Villi spilaði að sjálfsögðu ber að ofan og hann var ótrúlega flottur... honum fannst þetta ekki hafa verið nógu gott sjálfum (eftirá) en ég heyrði aldrei neitt klikk.
Hljómsveitin Burnoff spilaði á undan Blindsight, en þeir eru frá Akranesi. Davíð hennar Kötlu Guðlaugs spilar á trommur í þeirri hljómsveit en hann hringdi í mig þegar þeir voru að nefna hljómsveitina og spurði mig hvort að þeir mættu nota nafnið Burnoff þar sem að ég 'átti' það nafn. Málið var að fyrir stóriðjudansleik einhverntíman í forneskjunni settum við saman band: ég, Davíð, Danni Bjé og Maggi bílnúmer og ég gaf því nafnið 'Anóðubandið Burnoff'. Þetta var pönkband og við spiluðum þrjú lög: Guttavísur, Undir bláhimni og eitthvað eitt enn (sem ég man ekki hvað var) í pönkbúningi! Það var ótrúlega gaman og við vorum klappaðir upp tvisvar en þar sem við vorum bara búnir að æfa í 40 mínútur kunnum við ekkert fleiri lög og spiluðum bara eitt af þessum lögum tvisvar :þ HAHAHAHA

Ég á semsagt heiðurinn af hljómsveitarnafninu Burnoff og einnig 'Flaming disaster' en það er allt önnur saga...

En ég held að þetta sé orðin ágætislesning í bili auk þess að ég þarf að fara að drulla mér að vesenast og skólast áður en ég renni upp á Skaga á hljónstaræfíngu.

Later y'all
Lag dagsins er 'Move over' með 'Janis Joplin and The Full Tilt Boogie Band'.

Minnið mig svo á að segja ykkur frá því þegar ég hitti Smára tarf...

miðvikudagur, nóvember 23, 2005

Víðtækur skilningur? 

Jahérna... var að koma úr prófi í SPSS sem er hluti af aðferðafræðinni. Ég er nokkuð öruggur með 7 úr þessu prófi en mér fannst algjör fantaskapur að leggja svona ofuráherslu á skilning á fylgnistuðlum og getu til þess að reikna út úr þeim. Ég gæti fengið 10 út úr þessu prófi en þar með er ég búinn að firra mig af þeirri ábyrgð að kunna efnið, þ.e. að ef ég fæ yfir 7 á þessu prófi sýnir það greinilega hversu lélegan skilning ég hef á efninu... af því að það verður algjör grís. Allaveganna... ég ætla ekki að skíta á mig út af þessu vegna þess að það á eftir að verða töluvert fall úr þessum hluta áfangans. Ég meina... 30% verkefni á prófinu og ef þú gerir eina villu í byrjun þá eru 30% af prófinu farin út um gluggann af því að það er ekki fræðilegur möguleiki að þú getir klórað þig inn í pakkann aftur þegar þú ert búinn að send'ann til útlanda (Ólismi). SKEMMTILEGT!

Eníhú... það er eitt sem ég fílaði alltaf við Skagann... og það er að það lægir alltaf á nóttinni. Það er ekki svo hérna í 'höfuðstað helvítis' þar sem að það hvessir alltaf á kvöldin... ég læt það algjörlega liggja á milli hluta hvort sé meiri hommaskapur... að hvessa á kvöldin eður ei... En ég er allaveganna búinn að þurfa að hlaupa tvisvar út á svalir á næronum einum saman til þess að rífa dsjimmfödin (gym-fötin) inn af snúrunum þar sem þau hafa verið skilin eftir sökum ólyktar. Í fyrra skiptið kom ég inn með snjó í hárinu og í það seinna fór ég rennandi aftur upp í rúm. SKEMMTILEGT!

(eins og sést á þessari færslu er ég með eindæmum bitur (í lífinu) sem getur stundum verið gaman (fyrir aðra). En ég vil samt benda á það að ég sat um daginn í tíma við hliðina á bitrasta gaurnum í Evrópu og þessi póstur væri líklegast eitthvað sem kæmi upp úr honum í svefni... en þar sem hann er bitrari en allt (í lífinu) þá er ekki líklegt að hann bitrist uppúr svefni (þar sem að hann sefur líklegast ekkert (í lífinu)) og þar af leiðandi er hann gallsúr af biturleika.)

Annars er bitran runnin út í sand núna... er að fara í körfuna, tvenna tónleika í kvöld. Blindsight (með Villa Magg í bakgrunni) er ein af 3 eða 4 böndum sem spila í Hellinum í kvöld og svo ætla ég rakleitt þaðan á Nasa (betur þekkt sem Nananabúbú) til þess að bera Worm is green augum. Það minnir mig á það... ég ætla að renna upp í Tónastöð til þess að skoða jólagjöfina mína (frá ykkur öllum).
Til þess að auðvelda valið fyrir vandamenn, vini og velunnara (ðe tribbúl vís) þá ætla ég bara að setja eitt ætem á jólalistann af því að það er svo dýrt...

Jólagjafalisti Óla:
1. Fulltone Choralflange

Þess ber að geta að verðið á þessu kvikindi er um 20 kall... (og mér sýnist það ekkert hagstæðara að versla það hvorki í USA né Germaníska Rípúbblikkinu) en ég get athugað hvort að ég fái ekki smá afslátt fyrir ykkur í Tónastöðinni... Læt ykkur vita um leið og svar berst.

--Update--
Choralflange-ið (sem er gítareffect btw) kostar hvorki meira né minna en 28.900,- spesíur... þannig að ég skil það FYLLILEGA ef það verður bara einn pakki merktur mér undir trénu...

sunnudagur, nóvember 20, 2005

FLOTTUR GAUR!!! 

Þurftigg'einusinni að múta honum!

Klikkað flottur gaur!

laugardagur, nóvember 19, 2005

Hlynur goes metro! 

Tæp vika síðan ég bloggaði seinast... ekki næstum því met en ég veit að fólk verður sárt ef ég 'tjékka mig ekki inn' endrum og eins...

Ég verð bara að segja ykkur enn og aftur frá bílaviðgerðum því að ég hef aldrei komist í kynni við eins frábært bifreiðaverkstæði eins og Stimpill. Maður hringir bara og pantar tíma og bílinn er tilbúinn á einum degi! ÓMG... ég fór með Kvikindið (Toyotuna) til að láta skipta um tímareim í vor og það tók innan við dag... kom með bílinn kl. 8 um morguninn og sótti hann kl. 17 sama dag... það sama var uppá teningnum á miðvikudaginn... pantaði tíma á mánudeginum og mætti með hann á hádegi. Hringdi svo klukkan 16 og þá var hann tilbúinn!!! SEJETTURINN... ekkert einhver margra daga bið... auk þess þá vissi ég ekkert hvað var að honum og sagði bara frá helstu einkennum og þeir náttúrulega fixuðu þetta bara á klukkutíma! Plús það að ég þurfti ekki að selja rassgatið á Karen til þess að eiga fyrir viðgerðinni... þetta eru snillingar!

Bifreiðaverkstæðið Stimpill ehf Akralind 9 201 Kópavogur 5641095

Vikan leið mjög hratt... mjög... svo hratt að ég vissi ekki að hún var búin fyrr en núna... seint á laugardagskveldi. Ég sótti Hlyn á föstudaginn í skólann og við brunuðum beint í bæinn og skelltum okkur í körfu og svo var sörpræs þegar heim var komið. Karen hafði keypt föt fyrir Hlyn úti í Danmörku og það var smá tískusýning og stemmari. Við vöknuðum svo snemma í morgun til þess að skutla Karen í vinnuna og höfðum það svo notalegt hérna heima til hádegis en þá skelltum við okkur í bíó á Kjúlla litla. Það var nú bara með betri myndum sem maður hefur séð svolítinn tíma! Við ætluðum svo beint í sund eftir bíóið en þar sem við vorum í Kringlunni, skelltum við okkur í Next til þess að reyna að finna buxur á Hlyn. Hann á tvennar buxur sem vantar á töluna og við ákváðum að púlla bara metró-gaurinn á þetta og versla bara nýjar! :þ Til hvers að gera við þegar það er til nýtt?!? Eníhú... við fórum í Next og ég fann tvennar buxur sem ég vildi láta Hlyn máta og hann skundaði í átt að mátunarklefunum... ótrúlega opinn fyrir því að vera að fara að máta föt. Á meðan hann var að klæða sig úr (sínum) og í (hinar) þá skaust ég fram og fann tvo boli. Ég kom með þá báða og rétti þá innfyrir mátunarklefann. Hlynur sagði ekkert þannig að ég tók því bara sem samþykki og bað hann fyrst að máta þann sem mér fannst flottari (hinn var Spider-man). Hann gerði það og dró frá hengið og kom fram til að sýna mér... glænýjar buxur og bleikur bolur!!! ÓMG Þvílíkur töffari!!! Ég átti ekki til orð. Sagði ekkert samt til þess að mynda ekki skoðun fyrir hann og lét hann máta hinar buxurnar og Spider-man bolinn. Honum leist mjög vel á báðar buxurnar þannig að það var fljótafgreitt en af hreinum kvikindisskap lét ég hann velja sér annan hvorn bolinn og AUÐVITAÐ varð sá bleiki fyrir valinu!!! Hann varð reyndar eitthvað súr á svipinn þegar hann fór svo í buxur og bol (til að sýna Karen þegar heim var komið) en það var leyst með því að fara í svarta hettupeysu yfir. Geggjaður töffari...
ÓMG... ég verð að múta honum með einhverjum fjandanum til þess að ná mynd af honum á morgun... sejetturinn hvað ég verð að mynda þetta. Læt ykkur vita á morgun.

þriðjudagur, nóvember 15, 2005

Indverska prinsessan Leoncie... 

er fræg... skoðið þetta clip og takið eftir því að undir er lagið: Ást á pöbbnum... Ekki fyrir viðkvæma!

Ást á pöbbnum í nýjum búningi

Tides have turned... 

Mikil dramatík í Ó Sí í gær... ég er að hugsa um að skrifa Kiki bréf og segja henni að Sandy hafi kysst gömlu kærustuna... en ég held einhvern veginn að hún viti það...
Hehehe... Böðvar nágranni kíkti í gær til þess að fá lánaða eina mynd hjá mér... hann fór út með 5!
Ég er svoooo með hælsæri á tönnunum... ég fór til tannsa í gær (þessi nýji, klikkaði) og hann skrapaði allt 'líf' af tönnunum mínum. Hann sagði nú reyndar við mig að þetta hefði verið miklu minna mál heldur en hann bjóst við þannig að það sparaði mér c.a. 4-5 þússara! Já... það borgar sig hreinlega að eyða hálftíma á kvöldin við að flossa, bursta og bursta á milli tannanna með svona litlum fínum tannburstum. Ekki það að burstarnir séu ókeypis... ó nei... komst reyndar að því, sem amma Lilla hefur alltaf sagt... að Rima-apótekið er það ódýrasta í bænum... landinu réttara sagt... en það munar 64 krónum á einum svona poka í Rima-apóteki og (Ó)Lyfju, með nokkrum litlum burstum í og pokinn er á undir 500 kall!!! Sejetturinn... það segir sig sjálft að ef ég er að fara að 'rístokka' (re-stock) hjá mér tannburstabirgðirnar þá borgar það sig hreinlega að keyra alla leið úr vesturbænum uppí Rimahverfi til þess að spara mér krónur (og þá er bensínið meðtalið...). En allaveganna... þá er ég geðveikt aumur í kjálkavöðvanum hægra megin eftir átökin í gær... svo verður seinni hluti átakanna tekinn á milli jóla og nýárs. Gaurinn deyfði mig svo mikið að ég varð smámæltur!!! Hvernig lýst ykkur á það?!? Renndi svo aftur út í Tónastöð til að splæsa sígó og Leibba djass og ég talaði smámælt með munnin út á kinn öðru megin sökum bólgu útaf deyfingunni. Svo hlógum við af okkur rassgatið þegar Bubbi kom í búðina og ég spurði Leibba hvort að ég ætti að fara á eftir honum og spyrja hann að því hvar hann væri í talkennslu! HAHAHAHAHA en það var bara djók af því að Bubbi er vinur minn... :þ

Það kom mér svosem ekki á óvart að Silvía Nótt hefði unnið Eddu verðlaunin. Ég gerði mér nú ferð inná vísi.is til þess að tjékka á hvað væri í boði og ég get svarið það ég kannaðist ekki við neitt af þessu drasli. Þannig að það gefur augaleið að Silvía hafi unnið þar sem að hún er eins artífartí-fyndið í fyrra-ömurlega hallærislegt sjónvarpsefni og hægt er að vera með á boðstólnum. Það kæmi mér meira að segja ekki á óvart að Steini í Batsjelornum myndi afhenda henni rós og vilja giftast henni...

En ég er ekki bitur... alveg satt... ég horfi bara ekki á þáttinn. Mér finnst reyndar eitt svolítið ávítavert hjá Skjá Einum... og það er að vera að sýna úr þáttunum yfir allan daginn á Skjá einum. Mér finnst það ekki vera fyndið eða sniðugt þegar börn sjá til dæmis atriðið þegar hún segir: Fokkfeis. En það er kannski öllum sama?!?

Allaveganna... ég uppfærði linkana hérna til hliðar og ég bið þá sem vilja að ég linki á þá vinsamlegast að kommenta. Ég er að gleyma fullt af fólki og mér finnst það leiðinlegt. Ég veit að það er linkað á mig út um allar trissur og ég vill launa greiðann.

Annars er lag dagsins Links 2 3 4 með Rammstein (sem er bróðir hans Steina í Bitch-e-galore-num).

mánudagur, nóvember 14, 2005

Draumfarir halda áfram... 

Fyrrinótt dreymdi mig alveg rosalega... Þetta er ótrúlegt hvað þetta kemur sterkt núna til mín. Ég man drauminn reyndar ekki nógu vel núna þar sem að ég vaknaði við hann og sofnaði aftur stuttu seinna... en ég sá ömmu og afa (H&H) standa svolítið í burtu frá mér og það var eins og þau væru sorgmædd. Þau störðu bæði niður fyrir sig og voru raunarleg/sorgmædd á svipinn. Það sem ég man líka ótrúlega vel eftir, úr þessum draum var að ég leit ofan í gröfina hjá Atla pabba og þar sá ég ljósbrúna líkkistu og það vantaði á hana lokið. Ég er ekki viss hvort að þetta hafi verið ég eða pabbi sem lá í henni en sá sem lá í henni lá þannig að líkaminn var eins og ef maður lægi í þægindastól nema hvað að það sást ekkert í lappirnar fyrir mold. Moldin náði semsagt upp að mitti og það var ekkert hræðilegt við þetta lík (þ.e. það leit ekkert illa út) þannig að þetta var enginn hryllingur. Mér fannst samt, og ég sagði við Karen þegar ég vaknaði að mig hefði dreymt að einhver hefði svívirt gröfina hans pabba. Kannski aðeins of sterkt til orða tekið... en einhvern veginn fannst mér það. Mér finnst þetta ótrúlega merkilegt af því að frá því að afi dó hefur mig aðeins dreymt hann einu sinni.

Ég fór til Veigu gömlu á Höfða til þess að láta hana ráða í drauminn fyrir mig á sínum tíma. Og þá var sá draumur fyrir barni Helgu og Alex (Nínu). Afi sat þá með lítið barn í fanginu og hélt á lítilli bók, sem mér sýndist vera litabók, en á framhluta kápunnar voru stafirnir ABC. Veiga spurði mig strax hvort að ég ætti von á barni en hún sagði bara: „ahh“ þegar ég sagði henni að Helga systir væri ófrísk. Hún útskýrði ahh-ið ekkert frekar en að afi vakti yfir því barni og að ég myndi komast að því seinna meir... mig grunar nú ýmislegt núna þegar ég fer að hugsa um það... en þetta fer að verða svolítið spúkí þegar mann dreymir svona mikið og fær ekki neinar almennilegar ráðningar í þetta. Ég vona samt að þetta sé allt gott. Draumráðningabókin hans Símonar vill nú meina að það sé flest af því sem mig dreymdi í draumnum í fyrrinótt sé fyrir góðu. Spurning hvort að maður lætur sér það nægja?

Sweet sweet afslöppun... 

Ég viktaði mig í dag og gott ef að ég hef ekki bætt á mig aðeins um helgina :þ
Við fórum á föstudaginn í jarðarför Kristins Júlíussonar eða Kidda á Leirá, afabróður míns. Jarðarförin var haldin í Leirárkirkju. Það er skemmst frá því að segja að þetta var falleg athöfn og komust færri að í kirkjuna en vildu.

Síðan var förinni heitið upp í Húsafell. Þetta rómantíska 'getaway' tókst fullkomlega og við byrjuðum á því að fara í heita pottinn, grilluðum í skjóli myrkurs og lágum svo uppí sófa yfir vídeói. Þetta var beisikklí helgin í hnotskurn. Vakna, borða, pottinn, borða meira og vídeó allstaðar inná milli. Við fórum ekki út úr húsi nema til þess að fara í pottinn eða grilla :) Hverri steikinni á fætur annarri var sporðrennt með bestu lyst og sötrað rauðvín eða Dooley's til skiptis.
Það er nauðsynlegt að gera þetta af og til, til þess að hverfa aðeins úr heiminum og inní sjálfan sig. Þetta verður gert aftur.

fimmtudagur, nóvember 10, 2005

Ekki barnanna verstur 

Fór í foreldraviðtal í morgun upp í Borgarnes. Ég man ennþá eftir því þegar ég labbaði með Agga einhverntímann í 'vitnisburð', eins og þetta hét í þá daga, í 'talandi skóm' (þ.e. sólinn farinn að losna frá að framan), skömmustulegur á svip... ég vissi svosem alveg upp á mig sökina í því tilfellinu :( En það er allt önnur saga...

Hlynur kom nú bara ágætlega út úr þessu. Svolítill prakkari, smá hrekkjusvín en yfir höfuð samt duglegur. Fjóla og Sísí, kennarar Hlyns, voru samt almennt ánægðar með drenginn sem von var nú á og enn fórum við af stað út í þennan pakka: „...hann er bara strákur...“. Ég er samt bara ótrúlega ánægður með það að hann er það litríkur karakter að hann verður líklegast aldrei fyrir einelti. Mér finnst það ótrúlega mikilvægt. Ótrúlegt hvað mér finnst það ótrúlega mikilvægt... fullt af lýsingarorðum... en svo er aftur á móti annað mál hvort að maður eigi eftir að geta horfst í augu við það ef hann verður svo seinna meir gerandi... en það er allt önnur saga...

Ég heyrði í gær, á kaffistofunni í Háskólabíó, hvar 6 miðaldra konur sátu saman og voru að ræða um skólamál að ein segir: „...já, það var einmitt þegar þeir lögðu af refsingar í skólunum...“ og önnur greip setninguna á lofti og bætti við: „...já, það voru sko mistök!“ Svo hlógu þær hver í kappi við aðra á meðan ég stóð í röðinni og glotti út í annað :) en það er líka önnur saga...

En allaveganna þá fer hegðun Hlyns batnandi og ég hef þannig séð ekki miklar áhyggjur af þessu... þar sem að þetta batnandi fer... auk þess að það eru miklar breytingar sem hafa átt sér stað hjá pjakk undanfarna mánuði. En Hlynur er hvorki barnanna bestur né verstur og þá getur maður unað sáttur við sitt. En það verður gaman að sjá hvort að hann taki einhverjum framförum fyrir næsta foreldraviðtal því nú hefur maður eitthvað til að miða við...

En yfir í allt aðra sálma... ég rakst á þrjár myndir sem mig langar til þess að deila með ykkur. Ég vona að ég verði ekki lögsóttur fyrir að birta myndirnar á blogginu mínu... en þær eru allar fengnar frá Ljósmyndasafni Akraness eins og glögglega má sjá á myndunum (finnst lógóið vera óþarflega fyrirferðamikið!!!) en á fyrstu tveimur má sjá föður minn; Atla Þór Helgason og eins og glöggir lesendur geta séð þá var þarna á ferð töffari mikill og flottur gaur! ;)
Svo rákumst við á eina skemmtilega mynd í gærkvöldi þegar Nonni frændi og Þóra sys voru heimsókn. Hvað sem allir halda þá er þetta ekki mynd af Sylvester Stallone, heldur honum Valentínusi Ólasyni, móðurbróður mínum. Og fyrir þá sem til þekkja... skoðið spegilmyndina af honum í glugganum... Hverjum líkist spegilmyndin mest?!? og getiði nú!

miðvikudagur, nóvember 09, 2005

Hvíl í friði... 

Leirá í Borgarfirði... þar fékk ég mitt fyrsta raflost, fór fyrst á hestbak, sat fyrst í traktor, sat fyrst á fjórhjóli, lék ég mér fyrst í hlöðu, bragðaði ég fyrst mjólkina beint úr kúnni, á ég góðar æskuminningar.
Það var oft sunnudagsrúntur hjá afa að fara með okkur gríslingana, ein eða öll systkinin uppí Borgarnes til þess að fá okkur ís og svo var iðulega komið við á Leirá á heimleiðinni. Það var alltaf vel tekið á móti okkur og ég gleymi seint öllum kökunum og kræsingunum sem voru á boðstólnum á Leirá. Seinna meir fórum við oftar til þess að hitta frændur mína; Arnar, Stefán og Hlyn. Það var nú yfirleitt prakkarast eitthvað en ég gleymi því aldrei þegar við vorum í eltingaleik og við hlupum að einni girðingunni. Ég greip í girðinguna og svo sá ég bara himininn þegar ég opnaði augun, fann að ég lá í grasinu og það vantaði nokkrar sekúndur þarna á milli. Það var yndislegur tími.
Frændur mínir voru miklu fljótari að vera 'hestum hæfir' en ég, þar sem að ég var ekki eins oft uppá Leirá eins og þeir, en þegar ég loks fór að sitja hest þá tók ég miklu ástfóstri við Eldingu, gamla truntu sem við kölluðum alltaf Þrumarann vegna þess að hún rak við í öðru hverju skrefi... bókstaflega.

Í seinni tíð var ég mjög stoltur af því að landið var ein stærsta jörðin á Íslandi, lengi vel og hversu mikið langafi minn lagði af mörkum til sveitarinnar. Langamma mín var líka ein af fyrstu konunum á Íslandi sem útskrifuðust úr Flensborg með kennaramenntun en hún lærði fyrstu árin eftir að skólinn var settur á laggirnar 1904 að mig minnir. Kirkjugarðurinn á landareigninni geymir marga sögufræga Íslendinga og í kirkjunni á Leirá er að finna eintak af Leirgerði (minnir mig) sem Magnús Stephensen prentaði í prentsmiðjunni að Leirárgörðum.

Þeir eru nú allir látnir synir Júlíusar Bjarnasonar; Helgi, Þórður, Bjarni og Kristinn, bræðurnir frá Leirá.

þriðjudagur, nóvember 08, 2005

The rain song... can't get over it... 

This is the springtime of my loving-
The second season I am to know
You are the sunlight in my growing-
So little warmth I’ve felt before.
It isn’t hard to feel me glowing-
I watched the fire that grew so low.

It is the summer of my smiles-
Flee from me keepers of the gloom.
Speak to me only with your eyes
It is to you I give this tune.
Ain’t so hard to recognize-
These things are clear to all from
Time to time. ooooh...

Talk talk-
I’ve felt the coldness of my winter
I never thought it would ever go
I cursed the gloom that set upon us...

But I know that I love you so
But I know that I love you so.

These are the seasons of emotion
And like the winds they rise and fall
This is the wonder of devotion-
I see the torch we all must hold.
This is the mystery of the quotient-
Upon us all a little rain
Must fall.
Just a little rain?

sunnudagur, nóvember 06, 2005

Falinn fjarsjóður... 

Hlynur er ótrúlega upptekinn af fjarsjóðskortagerð og fjarsjóðum þessa stundina. Í morgun var fjarsjóðsleit eftir mjög nákvæmt teiknuðu fjarsjóðskorti og leiddi kortið í ljós sparibaukinn hans Hlyns falinn inni í skáp. Fullt af gulli þar á ferð. Svo núna rétt áðan fórum við í aðra fjarsjóðsleit þar sem var meira að segja gildra á leiðinni! Skólataskan hans innihélt beinagrind sem skaust upp ef maður fór ekki varlega. Eftir að hafa fetað nákvæmlega í sporin á kortinu staðnæmdust við fyrir framan ískápinn og inní honum var raunverulegur fjarsjóður... Gulrætur! Það er nú hressandi að finna svona hollan og skemmtilegan fjarsjóð. Verði okkur að góðu!

föstudagur, nóvember 04, 2005

Ég skal nú segja ykkur það... 

Ég var að fá einkunnina úr prófinu hjá mér og úr þessu prófi fékk ég 8,67! Meðaleinkunnin var 6,68 og staðalfrávikið 1,81.
Samkvæmt þessum tölum og einföldum útreikningi fæ ég það út að ég er rúmlega staðalfráviki frá meðaleinkunninni. Sem þýðir það að 84,13% nemenda eru með einkunn sem er lægri en mín. Þannig að einkunnin mín er meðal þeirra 26 hæstu. Geri aðrir betur... reyndar var hæsta einkunn 10 þannig að það er ekki alveg hægt að segja svona... En allaveganna... flottur gaur!

Lag dagsins er 'School complex' með Trúbrot... af því að ég er ekki með skólakomplexa...

The biggest loser... 

er án ef ég... mér tókst að eyða heilum klukkutíma af mínu lífi í eitt mesta júsless sjónvarpsefni sem til er á jarðkringlunni... íslenski bachelorinn. Þetta er svo mikið crap að þeim tókst ekki einu sinni að þýða bachelor yfir á íslensku. Mér fannst samt æðislegt að sjá Heklu ekki fá rós af því að ég held að hún eigi skilið eitthvað betra. Það er bara eitthvað við þennan þátt... ég heyrði því nú fleygt fram að það hefðu 3 stúlkur að norðan hætt við þátttöku þegar í ljós kom hver piparinn átti að vera. Hann hafði víst sængað hjá tveimur þeirra og mömmu einnar... ég sel það ekki dýrara en ég keypti það.

En það verður vissulega gaman að fylgjast með fyrirsögnunum í Séð og heyrt og Hér og nú þegar þessari þáttaröð lýkur: Steini rómantískur!, Steini ennþá rómantískur..., Neistinn farinn?, Hætt saman!, Slitu þessu sem vinir..., Náðu saman aftur..., Steini kominn með nýja! og síðast en ekki síst: Hvar er hann nú?!?

Steini á eftir að vera tengdasonur íslands þangað til að hann flytur út fyrir landsteinana og fer að vinna og sýsla með hesta með erlendu unnustu sinni... hljómar kunnuglega... finnst eins og ég hafi Lesið, séð og heyrt þetta áður...

En yfir í annað skemmtiefni... þá skelltum við Helgi okkur á Doom í bíó í kvöld. Mér fannst hún alveg eiga skilið 4 af 5 á 'my weird-shit-o-meter'. Ég hugsa að það hefði aukið skemmtanagildið ef það hefði ekki verið reynt að búa til eitthvað plott. Ég beið spenntur eftir því að upplifa 'fyrstu-persónu-skotleiks-mynd' sem var ekki nema c.a. 5 mínútna hluti af myndinni. En ég er ekki frá því að ég hafi fengið smá flassback og fundið 'fílínginn' aftur. Við spiluðum þetta eins og bavíanar í gamla daga og án efa fyndnasta atriði sem ég hef upplifað gerðist einmitt á 'Dabbi-'94 laninu'. Þá vorum við að spila Doom 1 og Nonni frændi var með tölvuna sína við borðstofuborðið alveg upp við glugga. Í hita leiksins beygði hann sig undan rocket sem stefndi beint í andlitið á honum með svo miklum tilþrifum að hendurnar náðu varla á lyklaborðið og hann rak annað hnéð upp undir sólbekkinn í glugganum. Hann rak upp harmakvein og haltraði svo með kallinum þegar hann hljóp undan fleiri rockettum. Þetta var og verður alltaf svona 'you-had-to-be-there-experience' en ef það er eitthvað sem fær mann til þess að flissa upphátt þá er það þetta atriði. Svo held ég að það hafi verið á sama lani eða heima hjá Þóri að Jonni tók Moonwalk við lagið Bad með Mækol Jakkson en það er allt önnur saga...

fimmtudagur, nóvember 03, 2005

Kúkurinn í lauginni... 

Við vöknuðum klukkan 5 í morgun vegna þess að Karen var að fara ásamt Röggu vinkonu sinni til Danmerkur til þess að hitta vinkonur sínar; Möggu og Lóu.

Mig dreymdi alveg rosalega mikið rétt eftir að ég sofnaði í gærkvöldi og vaknaði alveg með andköfum! Sá draumur var þannig að ég og Karen vorum stödd í sömu blokk og Svabbi og Þórey búa í (ekki raunverulega þeirra blokk) og við ætluðum að skoða íbúð þarna sem var til sölu. Þegar við komum að íbúðinni eru Sigurþór og Júlla að koma út úr henni og þá er víst búið að selja hana. Þannig að ég fer aftur niður og þá er eitthvað festival í gangi út á túninu á bak við blokkina. Glanni glæpur er þarna og íþróttaálfurinn kemur kemur stuttu seinna og ég spyr hann hvort að ég geti fengið eiginhandaráritun fyrir Hlyn þar sem að hann hafi ekki náð að sjá hann á Latabæjarhátíðinni um daginn. Hann er til í það þar sem að hann vissi að það voru svo margir þar og skrifar til hans lítið bréf. Ég fékk bréfið en las það ekki, sá samt skriftina og hélt áfram. Næst labba ég eitthvað aðeins lengra þarna frá og þá sé ég 2 rafmagnssnúrur sem fara ofan í jörðina. Þetta eru svona c.a. 10 metra snúrur. Svo tek ég eftir því að það er tosað í aðra snúruna (úr jörðinni) og ég er sannfærður um að þar séu íkornar á ferð. Svo er tosað meira og svo heyrist svona dýrakvein. Þá hafa íkornarnir nagað snúruna í sundur og annar fengið raflost. Ég tosaði í snúruna og það er tosað á móti þangað til að ég heyri seinna dýrakvein og þá hefur hinn fengið raflost. Svo lít ég þarna til hliðar og þá sé ég að í stað íkornanna eru komnir ljónsungar (c.a. 1 til 2 ára, hálffullorðnir) og þeir taka á rás til mín. Þeir stökkva á mig og ég næ að drepa annan þeirra og hinn fanga ég og ætla að setja hann í búr. Fyrir utan herbergið okkar (í draumnum) er nýlegur barnavagn sem er búið að breyta í búr og þangað eru allt í einu komnir báðir ljónsungarnir og þeir eru sallarólegir. Ég spyr sjálfan mig lágt upphátt hvernig sé best að geyma þá og þá heyri ég rödd Kristínar (fv. tengdó) sem segir: í myrkri. Þá ætla ég að fara í næsta herbergi við hliðina á (þar sem að það er dimmra heldur en það sem ég er í núna og þar eru einnig sterkbyggðari búr fyrir k.a.ó.s. (kattardýr af óvenjulegri stærð) en þegar ég opna hurðina þangað inn mætir mér kóbraslanga! Hún hissar á mig, öll sperrt og gerir árás á mig en hún bítur mig samt ekki... ég hrökklast til baka og vakna svo alveg móður og másandi. Sejetturinn!

Svo eftir að ég kom heim frá því að skutla vinkonunum út á flugvöll lagði ég mig og mig dreymdi meira...
Nú var ég staddur í einhverju húsi og var að tala við Þóru systir í símanum (gsm). Hún var að segja að Nonni frændi væri að koma til hennar og ætlaði að fá sér einn bjór og svo færi hann líklegast út aftur af því að það væri Iceland airwaves tónlistarhátíðin í gangi. Þá sný ég mér við og er þá kominn í afmæli til Sigurþórs (hennar Júllu sem var líka í fyrri draumnum). Hann byrjar að spila á kassagítar og þá er hann með heila hljómsveit með sér og þeir spila Johnny B. Goode. Hljómar ekkert allt of vel í byrjun en verður strax skárra í öðru erindi. Sigurþór er að spila á kassagítar og til hliðar við hann eru svo tveir gítarar til viðbótar; hollowbody gítar í cherry sunburst lit (fyrir þá sem þekkja til...) og rauð Stratocaster týpa með perlupickguard. Eníhú... svo sé ég Svan Dan og hann langar eitthvað að syngja með hljómsveitinni en fær það ekki þannig að hann endar með því að brjóta Stratocasterinn.
Hljómsveitin hættir þá að spila og ég labba eitthvað fram og þá er önnur hljómsveit að byrja að spila á litlu sviði sem er þar... og þá er ég kominn á Iceland airwaves! Ég fer svo út og niður alveg ótrúlega margar tröppur. Það er snjór á tröppunum og þegar ég kem fyrir miðjar tröppurnar þá keyrir út (frá íbúð sem er þarna hálfa leið niður) einhvers konar grafa sem á í mestu erfiðleikum með að komast niður tröppurnar af því að dekkin ná alveg út í steypt handriðin sitthvoru megin.
Svo er ég allt í einu kominn í anddyrið hjá Sigurþóri aftur og í anddyrinu eru par af asískum uppruna sem ég smokra mér framhjá og ætla á klósettið sem var þarna á jarðhæðinni. Þá kem ég þangað inn og næ varla að loka hurðinni sem er eiginlega bara einhver drasl-hleri. Ég er svo allt í einu að fara í heitapottinn sem er þarna inni og það er eitthvað par að svamla í pottinum og þegar ég kem ofan í pottinn sé ég að vatnið er eitthvað gruggugt. Ég fer að skoða það betur og þá eru einhverjar tægjur í vatninu. Svo sé ég hann... MANNARI Á BOTNINUM! Ég fer uppúr af því að það er kúkur í heitapottinum... og þá finn ég Andra, sem er mágur Sigurþórs, þar sem hann liggur undir einhverju og hann bendir mér á símann minn og myndavélina. Þegar ég tek svo upp símann minn er hann allur í kúk! Það er eins og einhver hafi hreinlega kúkað á símann minn... Ég er svo allt í einu staddur fyrir utan eitthvað veitingahús og sit upp á einhverju bekk og Karen við hliðina á mér og á milli okkar er vatnsslanga sem ég er að nota til þess að skola frontinn á símanum (þá er ég búinn að taka hann í sundur og það er kúkur allstaðar inni á milli frontsins... Svo vaknaði ég.

Ótrúlegar draumfarir ekki satt... ég vona að þið nennið að lesa þetta...
Annars er bara róleg helgi framundan hjá okkur feðgunum... það er spurning hvort að við förum í smá ferðalag á laugardaginn þar sem að Helgi og Ásgeir ætla að bjóða vinum og vandamönnum í tilefni afmælis þeirra að 'snorkla' í Þingvallavatni en þeir eru báðir kafarar og Helgi allaveganna, að verða kominn með kennararéttindi í köfun. Við feðgar munum þó ekki kafa né snorkla að þessu sinni... gæti verið gaman að kíkja og sjá... Spáum íisuu...

This page is powered by Blogger. Isn't yours?