<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, október 31, 2004

Lögin! 

Jæja gott fólk... þá er ég búinn að redda lögunum mínum og setti þau hérna. Þarna er að finna:
Óskalag með Fresh
Does your mother know með Fresh (Abba cover)
Fjötraður með Spartakus

Eins og áður segir þá er Óskalag og Fjötraður (hélt að hefði verið Aleinn) samin og útsett af mér :)

Fresh, sigurvegarar Frostrokks 1997:
Árni Eyþór Gíslason gítar
Guðríður Gunnarsdóttir Ringsted (a.k.a. Dúdda) söngur
Ísólfur Haraldsson trommur
Ingþór Bergmann Þórhallsson bassi
Óli Örn Atlason söngur

Spartakus:
Bjarki Þór Jónsson gítar
Þórður "Doddi" ?son bassi
Rúnar Magni Jónsson söngur
Snæbjörn Sigurðsson hljómborð?
Óli Örn Atlason gítar og bakraddir
Vilhjálmur Magnússon trommur

Svo setti ég að auki inn tvö lög með Plummer sem er band sem tók þátt í hæfileikakeppni FVA öðru hvoru megin við Frostrokk.

Þetta eru:
The spell (Uriah Heep cover)
Stories (lag eftir Pétur Sigurðsson og Árna Eyþór Gíslason)

Plummer:
Árni Eyþór Gíslason gítar
Ísólfur Haraldsson trommur
Óli Örn Atlason söngur
Pétur Sigurðsson bassi
Snæbjörn Sigursson hljómborð

Njótið á minn kostnað :)

Nálgast lögin í þessum link

föstudagur, október 29, 2004

Algjör snilld! 

Ath. ekki fyrir viðkvæma... en þetta er svona hugsað fyrir konur og hvernig þær eiga að bregðast við karlinum sínum... sorry strákar... þetta er bara of fyndið til að láta framhjá sér fara! Þetta myndbrot er utanlandsdánlód... en þess virði ef þið eruð ekki of viðkvæm :þ

Annað er að ég ætla að henda inn fljótlega fleiri lögum úr Hæfileika-/tónlistarkeppnum FVA sem þið getið sótt ykkur til skemmtunar. Næ ekki ennþá í tónlist.is gaurana...

Það kostar víst 800 kjéllíngar inn á Vini Tomma og Tilþrif í Klúbbnum, föstudaginn 10.des en það fylgir einn stór með.

fimmtudagur, október 28, 2004

Klöts... 

Fór að sækja Hlyn í dag... þokkalegi klaufinn læsti lyklana af bílum inni í skránni :/ Hringdi á lögregluna í Borgarnesi sem var 45 mínútur að koma á staðinn og 3 mínútur að opna bílinn...

Allaveganna... er að skríða saman eftir að hafa verið drulluslappur alla vikuna. Búinn að halda mér inni í rólegheitunum og sofa 2/3 af deginum... sólarhringsflensa a la Óli...

Uppeldið varðar mestu; ráðstefna nema á 3. ári í uppeldis- og menntunarfræði verður haldin í sal Decode (Íslenskrar erfðagreiningar) fimmtudaginn 4. nóvember næstkomandi frá 15:00 til 18:30. Þar verða flutt 15 erindi sem nemar á þriðja ári hafa gert einhvern tíman á skólaferlinum. Þetta er mjög vegleg ráðstefna sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara.

Norðuráls-hljómsveitin 'Vinir Tomma' mun hita upp fyrir hljómsveitina 'Tilþrif' í Klúbbnum við Gullinbrú föstudaginn 10. desember næstkomandi, en ekki 9. des eins og áður var auglýst. Við munum spila í einu afmæli seinni partinn í nóvember, en að öðru leyti erum við að taka það rólega á milli túra :þ

Þreyttur... og fer að sofa með Hlyni á eftir klukkan 9!

þriðjudagur, október 26, 2004

Lögin mín... 

Já... það er merkilegt hvað það er ekki hægt að ná í suma... þeir kannski vita uppá sig sökina hjá tónlist.is og vilja þess vegna ekki svara í síma!

En kíkiði á þennan link hér og þar má heyra brot úr þessum lögum mínum... ég ætla að vinna að því núna að redda mér þessum lögum og setja þau á netið þar sem þið getið nálgast þau...

Lögin sem ég á eru:
02 Óskalag - Fresh
12 Alein - Spartakus (heitir reyndar Aleinn... en hey...)

Svo syngjum við Dúdda (úr WIG (Worm is green)) Abbalagið Does your mother know sem er nr. 9.

Þið getið smellt á heiti lagsins þarna og þá fáið þið að heyra brot afissum lögum...

Það besta sem ég get gert í bili...

Nett ódýrt! 

Fór og sótti DPD á Bifreiðaverkstæðið Stimpill og ég er ótrúlega ánægður meðissa þjónustu! Þeir voru tæpan dag með bílinn og sönsuðu hann fyrir mig gegt ódýrt... þannig að ég er búinn að finna verkstæði sem ég fer alltaf til :)


Fór svo með DPD í skoðun og hitti þar fyrir Eygló frænku, a.k.a. Kókó, sem er annar líd-gítarleikari Brúðarbandsins. Það er nú ekkert stórvægilegt sem er að DPD þannig að ég ætti að geta fengið skoðunarmiða á hann á næstu dögum ;)

Annars er bara allt gott fyrir utan að ég er búinn að vera aðeins slappur... er líklegast að fara að fá árlegu sólarhringsflensuna mína sem dugir fram að jólum. En ætla að reyna að fara vel með mig af því að Hlynur verður hjá mér um helgina.

Later y'all

p.s. er ekki búinn að ná í kvikindin hjá Tónlist.is... ekki kaupa áskrift hjá þessum glæpamönnum!

mánudagur, október 25, 2004

Svona er maður nú stundum heppinn í lífinu með systkini... 


Þóra systir og besta vinkona hennar... sry dúd... æ hedd tú :þ

Arrrg! 

All_luck_No_skillz! Strætó er flókinn!

SMSbloggfærslu sendi Rokkarinn (gsm) (3546958701)
Sent með GSMbloggi Og Vodafone

Það var nú bara þvílíka hundaheppnin að ég komst heim fyrir hádegi úr Kópavoginum... þetta er nú meira bullið þetta strætósystem. Enda heitiridda líka Strætó BS (Búllsjitt)!

ROFL!!! 

HAHAHAHA ÉG ER HÉRNA Í HLÁTURSKRAMPA!!!!
Fór á tonlist.is og hahahaha... hahaha ég get ekki hætt að hlæja!!! ROFL!!!

Haldiði að ég hafi ekki rekist á 2 lög eftir mig þar!!! HAHAHAHAHA síðan úr Frostrokki 1997 og GUÐMINNGÓÐUR!!! HAHAHAHA þokkalega fyndið!!!!

Jésus... ég verð að klára þetta á morgun... ég get ekki skrifað!!!

HAHAHAHA

Hehe... jæja... ég er kominn aftur... ég ætla ekki að hlusta á lögin núna því annars næ ég aldrei að klára að blogga! :þ

En fyrir ykkur sem vilja þá er ég búinn að setja þetta inn á netið svo að þið getið hlustað á þau eða sótt þau, ykkur til skemmtunar... ég veit ekki hvort ég ætla að kæra tonlist.is fyrir að stela lögunum mínum og greiða ekki fyrir þau... Höfundarréttarissjú hérna... hmm... gæti kannski grætt nokkrar krónur... aldrei að vita.
Bið ykkur samt að sjá spaugilegu hliðina við þessi lög... ég á textana líka... þannig að... æji, þetta var bara svona einu sinni :Þ

Þetta er innanlandsniðurhal þannig að ekki vera að stressa ykkur á því þótt lögin séu stór... því að þau eru STÓR-skemmtileg!
P.s. Dúdda þú verður að tjékka áissu!

Óskalag - Fresh (sigurvegarar í Frostrokki 1997) .wma fæll 4,6Mb
Aleinn - Spartakus .wma fæll 5,2Mb

Þess ber að geta að ég samdi lögin, textana og sá um útsetningu! Hananú... 19 ára gamall pjakkur... ;)

sunnudagur, október 24, 2004

Ástand, blómvöndur og heimsfrægð!!! 

Sko... skelfilegt ástand hérna hjá mér núna... skeinirinn að verða búinn og ég rata ekki út í TíuEllefu... (latur).

Fór á 'Pókerkvöld' í gær... þeir hittast af og til Svabbi, Bjarki Jó, Benni Kalli, Bragi, Bjössi, Ási Ingólfs og spila póker... þá mæta þeir með fullt af tíköllum og spila uppá pjénínga, sem er ólöglegt... en hey... gróðinn er kannski þússari eftir kvöldið þannig að það er enginn skaði skeður... það er ekki eins og þeir séu að spila uppá verðbréf, húsbréf eða fasteignir... Ég tók þátt í þremur spilum í gær og vann svona 850 kjéll... hætti á toppnum af því að ég var búinn að græða fyrir einum bjór ;)

Kom rétt við hjá Völlu áður til að óska henni til hamingju með útskriftina... hún var að klára B.A. Vildi ekki sýna á mér andlitið af því að ég var ekki með neitt til að gefa henni. Datt algjör snilld í hug... sko af því að ég var að vinna allan laugardaginn komst ég ekki til að kaupa blóm handenni þannig að ég ætlaði bara að fara í TíuEllefu og kaupa ísblóm fyrir hana! 2 flugur í einu höggi... svo fannst mér hálf hallærislegt að vera að gefa henni eitt ísblóm... þannig að ég ætlaði bara að kaupa 1 pakn. með 4 ísblómum og gefa henni þar með blómvönd! :þ HAHAHA... ég er svo sniðugur... nema hvað að það voru ekki til ísblóm í TíuEllefu... þannig að þetta féll um sjálft sig. Ég gaf henni bara blóm í dag í staðinn.

Þá er komið að heimsfrægðinni... a.m.k. á Íslandi. Spileríið gekk það vel á árshátíðinni hjá Norðuráli að hljónstin okkar: Vinir Tomma var beðin um að hita upp fyrir hljónstina Tilþrif 9. des næstkomandi í Klúbbnum við Gullinbrú...
Allir að mæta!!! Komah svohhh!!!
Þetta er semsagt Norðuráls-bandið sem ég er í... þar sem ég spila á gítar og er í bakröddum... LÍD-GíTAR! ;) Hvet ykkur öll til að kíkja á Klúbbinn við Gullinbrú fimmtudagskvöldið 9.des til að sjá Vini Tomma!

laugardagur, október 23, 2004

Rokk n' Roll!!! 

Brunaði úr bænum fyrir kl. 7 í morgun til þess að fara uppí Norðurál á aukavakt á C-vaktinni. Það var vel við hæfi að hlusta á Skonrokk á leiðinni og ennþá meira við hæfi að þeir skyldu hafa spilað Highway star með Deep Purple þegar ég var í rok(k)inu á Kjalarnesinu á Díp Pörpúl Drekanum. Ég setti græjurnar í botn og öskraði með af lífs og sálarkröftum!!! WAAAAAAAAAAA!!!

Vaktin er núna um hálfnuð og það er allt að verða búið að fara úrskeiðis sem getur farið úrskeiðis... en þannig er það bara stundum og það er unnið að því að fixa þetta shit... svoneridda bara... Lifi ROKKIÐ!!!

föstudagur, október 22, 2004

Já eimmitt... 

Var að horfa á Starsky & Hutch... ágætisræma þar... samt ótrúlega leiðinlegt hvað maður losnar stundum ekki við að sjá leikarana fyrir sér í einhverjum öðrum hlutverkum... eins og t.d. þegar ég sá From Hell með Johnny Depp þá sagði ég við sjálfan mig þegar Ian Holm birtist fyrst (sá sem lék Bilbo Baggins í L.O.T.R.): Hey... Bilbo! Alveg eins og í þessari mynd þegar maður sá Fred Williamson fyrst...: Hey, gaurinn sem lék í From Dusk 'till Dawn

En allaveganna... það sem ég vildi segja var að ég er núna búinn að sjá Vince Vaughn í tveimur myndum núna nýlega: Starsky & Hutch og Dodgeball og það er eins og gaurinn nenni ekkert að leika... hann er alltaf sami karakterinn og bara einhver þreyta í gangi... En það er samt ótrúlega fyndið við Dodgeball, að gaurinn sem Ben Stiller leikur er alveg merkilega líkur Villa Magg :þ HAHAHA það er geðveikt fyndið... sumir taktarnir eru alveg frá Villa skoh!

Smá linkasúpa... Gaman að því :þ

fimmtudagur, október 21, 2004

Aðskilnaðarkvíði? 

Neinei... segi svona... Hlynur fer á morgun... en það er nú í lagi... það er svo stutt í að hann komi aftur til mín. Þetta er búið að vera ágætt af því að hann hefur getað komið með mér í tíma... ég spurði hann í dag hvort við ættum ekki bara að skrópa í tíma... hann tók það ekki í mál! :) Það er heldur ekki á hverjum degi sem 5 ára gaur fær inngöngu í Háskóla Íslands... þetta er náttúrulega bara allt saman undirbúningur fyrir hann... ég held að hann hafi verið að taka glósur í morgun :þ

En ómægad! hvað ég ætlaði að jarða eina stríðsöxi í dag... Ég get svarið það ég er lagður í einelti af þessari mannsveskju! Var svona nett að ákveða að það hefði verið einstaklega slæmt dagsform hjá þessari manneskju þegar ég fékk grænar af manneskjunni á sínum tíma... og ákkúrat þegar ég var að fara grafa kvikindið (öxina) þá minnti manneskjan mig rækilega á það hvers vegna ég held að þessi manneskja sé DJÖFULLINN!!! Fyrir utan það þá líkist þessi manneskja ótrúlega einni annari manneskju sem fær mig líka til að fá grænar... þannig að ekki er útlitið gott fyrir þessa sveskju.


miðvikudagur, október 20, 2004

We've touched the famous people in Iceland! 

Ég og Hlynur fórum aðeins í Kringluna í dag og þegar við vorum að fara hittum við Pétur Jóhann Sigfússon. Hlynur elti hann inní bónstöðina í Kringlunni og spurði hann hvort að hann væri ekki kallinn úr Svínasúpunni :þ Ég stóð álengdar og flissaði og roðnaði til skiptis. Pétur gekk svo rakleiðis til mín og... Nei, blessaður... sagði hann við mig og ég rétti út hendina og heilsaði honum með handabandi og þakkaði honum fyrir síðast. Hann var nefnilega kynnir á árshátíð Norðuráls um daginn. Við spjölluðum aðeins þar bara á ljéttu nótunum... og þá er spurning hver er frægari... ég, af því að hann þekkti mig... eða hann af því að Hlynur þekkti hann :þ

Á Gay-pride í sumar sáum við feðgarnir Sveppa og frú og Hlynur hljóp samstundis til hans og sagði Blessaður við hann og heilsaði honum með handabandi... Þannig að núna eigum við bara eftir að hitta á Audda... Þá er PoppTíVí krúið búið að sjá okkur alla... (ég var reyndar alltaf á miðvikudögum kl. 23:00 í vor í sturtu með Audda... en það er spurning hvort að ég beiti því eitthvað fyrir mér ef ég skyldi rekast á hann :þ)

En það er samt ótrúlega fyndið hvað fólk verður rosalega frægt á Íslandi... Eins og t.d. með Pétur... hann verður líklegast fyrir aðkasti þegar hann skreppur aðeins í Kringluna og kíkir í Retró eða hvað sem hann gerir...

Við erum svo miklir smáborgarar :þ

Þetta varð svona týpískt kallaspjall... jæja, hvað segiru svo gott? Bara fínt maður... en þú? Bara það besta... þýðir nokkuð annað...? Nei, líklegast ekki... Er þetta sonur þinn? Jább... þetta er spegilmyndin... Já, hann er svolítið flottur gaur... Já, ég vill nú meina að ég hafi vandað mig aðeins... Já... en heyrðu... gaman að sjá þig... ég þarf að skjótast í Kringluna... er að verða of seinn... Blessaður... Blessaður...

En hann má eiga það... Hann er ógeðslega fyndinn og var viðbjóðslega fyndinn á árshátíðinni! Það var nú bara eins og eftir hálftíma í Stairmaster 2000 að hlusta á hann í 5 mín.

bk,
Óli smáborgari

þriðjudagur, október 19, 2004

Algjör álfur!!! 

HAHAHAHA... ég hélt varla vatni yfir Dagblaðinu í dag þar sem ein greinin fjallar um hversu mikið bandarískar húsmæður þrá Íþróttaálfinn heitt... og það á lostafullan hátt! Einn eiginmaður í Jú, Ess, Ei lætur hafa það eftir sér að konan hans hafi ekki haldið vatni yfir Íþróttaálfinum og hafi ekki náð að einbeita sér að þættinum... heldur bara álfinum. Svo sagði hann eitthvað á þá leið að konan hans horfi alltaf á þættina og stöku sinnum heyrist ohh... ahh... í henni innan úr stofunni. Hann var mjög miður sín þessi maður :þ

HAHAHAHAHA... en hey... þetta er í senn ágætis landkynning auk þess að þetta hvetur mæður til þess að horfa á þáttinn og þ.a.l. börnin þeirra líka. Þetta er ákkúrat strategía sem allir karlmenn ættu að taka sér til fyrirmyndar... vera þessi 'mjúka' týpa og hafa áhuga á börnum. Þá koma kjéllíngarnar alveg í hrönnum á eftir þeim... (að því gefnu að þeir séu ekki með nema kannski 7-10% líkamsfitu og séu í MJÖG góðu líkamlegu formi...) spurning hvort að hinir fari svo í femínistafélagið og kvarti þar sem að verið er að afbaka ímynd karla... eins og þær gera sjálfar yfir tónlistarmyndböndum á PoppTíVí... Hmmm... hljómar eins og besta dílemma :þ

Persónulega hef ég engar áhyggjur af því að Magnús Scheving og Stefán Karl Stefánsson afbaki ímynd karla og drengja... þætti það hins vegar verra ef Hlynur fengi anorexíu af því að honum þætti hann vera of feitur. Sem er ekki líklegt að gerist... en samt... það er ákveðin prósenta karla sem fellur í þessa gryfju, ef svo mætti að orði komast. Svo lengi sem að þeir hvetja til heilbrigðs lífernis og neyslu grænmetis og ávaxta, kvarta ég ekki.

Lán í óláni? 

Það var víst hluti B-vaktar Norðuráls og dagvinnufólksins sem var í rútunni sem valt í morgun á leið inn að álverinu. Samkvæmt vísi.is og mbl.is er fólk ekki mikið slasað eftir þessa veltu en þó voru 2 sendir í bæinn sem eru, skv. vísi, komin uppá Skaga aftur. Óstaðfestar fregnir herma að þetta hafi verið D. Atlanta Rúdolfsdóttir og Sigurður Gunnarsson og hafi þau verið flutt til Reykjavíkur til frekari rannsókna á bak- og hálsmeiðslum.

Fólk hringdi í mig í hrönnum í morgun til þess að spurja fregna af þessu slysi og ég var búinn að redda öllum díteils innan 15 mínútna.

Þó svo að maður óski engum að lenda í þessu þá var ég guðslifandifeginn því að D-vaktin, gamla vaktin mín, hafi ekki verið þarna á ferð. Maður er alltaf hræddur um sína nánustu og stundum stækkar sá hópur þegar fólk sem maður þekkir vel lendir í þeim hópi.

En ég ætla bara rétt að vona að þetta hafi verið stormurinn á eftir logninu því að þetta skítaveður fær mann til þess að kíkja á dagatalið til þess að vera viss um að það sé ekki febrúar. Man... kvíð febrúar. Díp Pörpúl Drekinn er samt það mikill hlunkur að hann lifir svona veðurofsa alveg af... allir að kaupa sér Galant!

En svona í léttara hjal... Hlynur fór með mér í tíma í dag sem var frá 13 - 15 og hann var svo sallarólegur að fólkið í tímanum neitaði að trúa því að ég ætti hann :þ en það er ótrúlegt hvað Spider-man litabækur geta dregið það besta fram í börnum... og sér í lagi drengjum ;)
(Nett sáttur samt við pjakkinn um daginn þegar hann keypti sér bleika litabók. Það var reyndar með risaeðlunum úr 'The land before time' en það virðist ekki skipta hann máli... þannig að jafnréttisáætlun mín er kannski að bera einhvern árangur?!?)

HAHAHA... kjémur kallinn... en bið ykkur vel að lifa og fariði varlega í umferðinni!

mánudagur, október 18, 2004

Sjúkkitt maður! 

Hélt ég myndi rotast í dag... Fór í körfuna og þegar það var svona 15 mínútur eftir þá fékk ég þetta rosa högg á hökuna og sá bara stjörnur... Samt allt í góðu... þetta var bara óvart. Ég var smá stund að átta mig á því hvað hafði gerst og ég fattaði það þegar ég ætlaði að kyngja... þá fékk ég þennan stingandi verk við hægra eyrað. Greinilega byrjaður að bólgna strax! Það var ekki eins auðvelt að éta eins og ég bjóst við, í kvöldmatnum, en við feðgarnir buðum Þóru í mat og vorum með fisk þannig að það þurfti ekki mikið að tyggja.

Hlynur verður hjá mér út vikuna núna og mér finnst það fínt að bregða aðeins útaf 'helgar-pabba-pakkanum' og hafa hann lengur. Bara verst með veðrið... að geta varla farið útúr húsi án þess að fjúka til heilhveitis...
Helgin fór í tsjill hjá okkur feðgunum... að mestu... hittum Þórhildi frænku og tókum hana með okkur í sund og bíó. Fórum á Shark tale sem var bara nett góð... soldið óánægður með grafíkina af því að ég veit að þeir hefðu getað gert flottari karaktera... en þeir voru auðsjáanlega að reyna að draga fram andlitsdrætti þeirra sem lesa inná myndina í karakterunum.

Fórum svo í mat til Magga, ömmu Lillu og Þórhildar um kvöldið þar sem að Þórhildur var orðin geðveikt þreytt eftir daginn og Hlynur át eins og hestur... kannski engin furða þegar maður fær lambafillet eins og Maggi sansar þau.

En allaveganna... Hlynur ætlar að kíkja með mér í einn til tvo tíma í vikunni og svo bíðum við bara eftir snjónum... ekki amalegt að vera með sleða niðrí kjallara þegar það er svona stutt í snjókvikindið!

sunnudagur, október 17, 2004

Ghettó-kúrinn vs. Hollywood-kúrinn... 

Jæja... það kemur þá í ljós að Ghettó-kúrinn sé jafn góður Hollywood kúrnum. Grein á Vísi.is í dag staðfesti það... þannig að það er þolinmæðin, aflið og heimskan það eina sem dugar áidda kjaftæði...

fimmtudagur, október 14, 2004

Bannað að... 

senda mér nafnlaust essemmess!

miðvikudagur, október 13, 2004

Lengi má kúka í sig... 

OG UPPÁ BAK!!! Ég skil ekki hvers vegna við erum að henda peninga í þetta landslið í fótbolta... Aldrei fengi landslið kvenna í fótbolta svona mikla umfjöllun í fjölmiðlum... Staðreyndin er bara sú að við erum með tvö kvennalandslið í fótbolta.
Í staðin fyrir að henda pening í þetta vonlausa lið ætti KSÍ að gefa kennurum þessa peninga og styðja við bakið á þeim... því að þetta skítlélega fótboltalið hefur ekkert bak og á ekki þennan stuðning skilið!

Kæri Guðjón Þórðarson, það er engin furða að þú hafir ekki tekið þetta lið að þér vegna þess að þeir hafa ekki efni á að koma þessu liði til vegs og virðingar með því að hafa þig við stjórnvölinn... Ég hefði samt viljað að þú keyptir húsið hennar mömmu á Reynigrundinni... en þú gerir það kannski bara næst.

Helgi Sigurðsson, þú ert einn lélegasti fótboltamaður í EVRÓPU og ég held að það sé ágætis merki um hvað þetta lið og þjálfararnir eru lélegir að þú skulir vera í liðinu.

púnktur!

Með því að... 

í fyrsta lagi að setja nafnið þitt undir... Svo vinnum við út frá því. Hver veit nema að þú sért búin að vinna?

þriðjudagur, október 12, 2004

Ný skoðanakönnun!!! Takah þhhhátttt!!!!! 


Óþolinmæði þrautir vinnur allar... 

Merkilegt... eins og allir upparnir á stóru jeppunum sínum versla alltaf í Bónus, þá komst ég að því að pirraða-snobb-liðið verslar í Nóatúni.... þetta er pakkið sem hefur ekki efni á KEPPNIS-jeppunum (af því að þau versla ekki í Bónus) og aka því um á slyddu-jeppum.... og er ÓÞOLINMÓTT og ÓKURTEIST! PAKK!!! Ég beið penn og sætur við kjötborðið... það var verið að afgreiða einn og ég var næstur... VIÐ VORUM BARA TVEIR ÞARNA!!!!!! svo kemur einhver slyddu-jeppa eigandi og segist bara vera næstur... hann var ekki kominn inn í búðina þegar ég var kominn við kjötborðið... eníhú... svo bíð ég bara vatnsgreiddur á kantinum... þá kemur einhver tælensk kjéllíng og ætlar að ryðjast fram fyrir mig líka!!! Ég þóttist nú bara eiga slyddu-jeppa og setti bara upp attitúd... og fékk afgreiðslu. Ég á nú eiginlega samt slyddu-jeppa núna af því að ég er búinn að setja vetrardekkin undir... lengi lifi gatnagerð í Reykjavík... og bensínskatturinn... SKÍTAPAKK Í NÓATÚNI!!!

One Free Bill
Þetta er einn versti gelgjuþáttur sem ég hef á ævi minni séð!!! Ég er forfallinn Ó. Sí. Bits aðdáandi og ég get ekki beðið eftir að sjá nýjustu ævintýri Ræjans, Sendí, Marissu og síðast en ekki síst Seþs. En ómægad hvað þessi vonn frí bill þáttur sökkar... einn gaurinn þarna hélt að fyrrverandi kjéllíngin hans væri ólétt og hann sagði "mömmu" sinni það, sem er BTW 2 árum eldri en hann... og hún bits-slappaði hann! Svo kom lélegasta grenjuatriði í sögu litasjónvarpsins... EVER!!! Sá reyndar Þóru sys fyrir mér hágrenjandi... HAHAHAHA Kjéllíng.
En ég er að spá í að reyna að fylgjast með þessum þætti í vetur því að ef ég skyldi þjást af skammdegisþunglyndi þá reddar klukkutími af þessum skít allri vikunni!!! HAHAHA :þ

Svo er annað... var að tala við Bjarna gítarsnilling og hann var eitthvað að grínast með að mamma Rokk myndi berja mig með kökukefli... útaf hverju man ég ekki... en allaveganna þá sagði ég við Bjarna að mamma gæti ekki barið með kökukefli vegna þess að það væri greinilegt VERKFALLSBROT! Já... þeir eru í stórhættu þessir heimilisfræðikennarar útaf verkfallinu... geta ekki einu sinni barið börnin sín til hlýðni :þ hahaha... en það er alltí læ... ef mamma þarf eitthvað að siða mig til þá stingur hún mig bara með heklunál... ekki það að þurfi eitthvað að siða mig... en samt... bara svona pæling.

BROSAHH SVOHHH!!!! KOMAHHHH!!!! Sá sem er fyrstur til að verða skammdegisþunglyndinu að bráð er fúlegg :þ

föstudagur, október 08, 2004

Hjálp!!! 

Þessi skítakúr virkar ekki rassgat... ekki prófa hann nema að þið eigið ekki nema 332 krónur... (efni og innihald kostaði mig það, átti reyndar vítamíntöflurnar fyrir).

En mig vantar hjálp frá ykkur lesendur góðir... Á einhver pabba, bróðir eða frænda sem er bifvélavirki? Ég þarf að koma DPD (Díp Pörpúl Drekanum) í viðgerð fyrir skoðun... það þarf að skipta um bremsuklossana og jafnvel renna diskana :( og skipta um olíu og síu á skiptingunni hjá mér... a.m.k. Svo eitt og annað... MMC Galant.

Það þarf náttúrulega ekki að taka það fram að það er vel þegið ef þetta er svart og sykurlaust... ekki fleiri orð um það hér... en allavegana kommentiði áidda, hringið eða sendið mér sms í síma: 695-8701

fimmtudagur, október 07, 2004

Nýjasta nýtt!!! GHETTÓ-KÚRINN! 

Já... ég er kominn með andsvar við nýjasta grenningarkúr Fína og Fræga fólksins! Ghettó-kúrinn er ódýr lausn og svar við Hollywood-kúrnum sem tröllríður landanum í Hagkaupum (þar sem sumum finnst skemmtilegra að versla). Ég veit að Sísí finnst ekki skemmtilegast að versla þar.

ALLAVEGANA!!! Þá kostar þessi kúr svona c.a. 1000 kall á móti tæplega 3000 krónum sem 48 klukkustunda Hollywoodkúrinn kostar.
Ef þú þjáist af einhverju af eftirtöldu, þá skalt þú skella þér á Ghetto-kúrinn:
1. Höfuðverkur einhverntíman á lífsleiðinni
2. Húðvandamál einhverntíman á lífsleiðinni
3. Vondur andardráttur á morgnanna
4. Mikil líkamslykt eftir miklar æfingar
5. Þunglyndi þegar þú átt ekki pening og enga vini
6. Lélegt minni
7. Áhugaleysistilfinning
8. Lítil orka dagsdaglega
9. Þaninn magi
10. Léleg melting
11. Þyngdaraukning
12. Hægðartregða
13. Ótímabær öldrun
14. Peningaleysi
15. Vinaleysi

Ef eitthvað af þessu á við þig skalt þú skella þér á Ghetto-kúrinn!

Hann er svona:
1 kg af appelsínum
1 pera (ekki niðursoðnar... það er meiri sykur í þeim)
1 epli (rautt)
1/2 lime (súraldin)
1 vatnsglas
Vítamín og steinefnatöflur
1 vatnsglas á eftir Ghettó-kúrnum

Kreistu safann úr appelsínunum (og ef þú vilt mátt þú setja sem nemur aldinkjöti úr 1/4 einnar appelsínu einnig útí) í blandara. Hýðið peruna og skerið hana í þannig búta að hún sé fljót að tætast í blandaranum. Hýðið eplið og skerið það þannig að það sé fljótt að tætast í blandaranum. Kreistið svo safann úr hálfu lime útí og að lokum setjið eitt glas af vatni útí. Kveikið á blandaranum þannig að innihaldið verði að mauki og borðiði eina vítamín og steinefnatöflu með einu glasi af Ghetto-kúrs drykknum.
Endurtakið þetta svo þrisvar sinnum yfir daginn, eða þar til að blandan er búin og drekkið alltaf eitt glas af vatni á eftir Ghettó-kúrnum. Drekkið einnig u.þ.b. 3-4 lítra af vatni yfir hvorn daginn fyrir sig.

Þessi uppskrift kostar um 500 kall per.dag þannig að Ghettó-kúrinn kostar um 1000 krónur í 2 daga. Ekki er ráðlagt að neyta hans lengur en 2 daga í senn en Ghettó-sérfræðingar okkar telja nauðsyn að neyta þessa kúrs a.m.k. á einnar viku fresti.

Endilega prófið þetta og kommentið á hvernig hann virkar.
Nauðsynlegt er að taka inn vítamín og steinefnatöflur með til þess að fullnægja RDS (ráðlögðum dagsskammti).

Ef þetta virkar ekki hjá ykkur þá eru þið bara óheppin... Ég skal láta ykkur vita á laugardaginn hvernig þetta virkaði hjá mér. Bannað að borða nokkuð annað með þessu yfir þessa 2 daga... annars virkar þetta ekki rassgat.

Pís át...
Ghettó-Óli

miðvikudagur, október 06, 2004

KEPPNIS!!! 

Nú fer allt að fara að gerast... ég er búinn að finna diktafóninn minn sem var týndur... ég er að fara að taka viðtal sem hluta af eigindlegri rannsókn sem á eftir að nýtast mér í B.A. ritgerð minni. Ótrúlega gaman... svo er Singstar-keppni Padeia 2004 á föstudaginn og ég er að hugsa um að reyna að halda mér á hliðarlínunni þar vegna þess að ég þarf að brýna raustina á laugardaginn á árshátíð Norðuráls. Ekki nóg með að ég sé í þessari blessuðu hljónst, sem hefur fengið nafnið „Vinir Tomma“, heldur á ég að syngja einhvern grínsöng um allt skrifstofupakkið sem tveir starfsmenn Norðuráls hafa samið. Það verður fínt maður! Allaveganna... þá fer að styttast í að ég skelli mjög mikilvægari skoðanakönnun hérna til hliðar þannig að fylgist með... spennt eins og grjón.

L8erz

þriðjudagur, október 05, 2004

Thems pigs! 

Hey... TAKK FYRIR AÐ LÆKKA VEXTINA Á ÍBÚÐARSJÓÐSLÁNUNUM!!! Þetta er reyndar þannig kerfi að húsbréfin eru bara seld einhverjum og einhverjum þannig að Íbúðalánasjóður lækkar bara vexti á nýjum lánum... hvetur mann enn frekar til þess að skuldbreyta sínum lánum! Ræddi við verðandi viðskiptafræðing um daginn og sú var mjög hlynnt þessum lánum. Maður þarf reyndar bara að passa sig á því að bankinn vilji ekki fá þóknun fyrir að LEYFA manni að borga lánin upp... getur numið allt að 2% af nafnvirði lánanna... Kíp an æ át for ðiss shitt... Annars bíður maður bara þangað til að ríkið afnemur stimpilgjöld DAUÐANS og skellir sér svo bara í að skuldbreyta þessu shitti... MARGBORGAR SIG!!!

laugardagur, október 02, 2004

Tú dán... tú tú gó... 

Jæja... hálfnað verk þá hafið er! Ég er búinn að hanna 2 af þeim 4 tattúum sem ég á að skila af mér eftir helgi. Á að hanna á 3 bök (frá öxl til axlar) og eitt rétt fyrir ofan rass (á stúlkukind). Bara nett ánægður með afraksturinn!!! En mig dauðlangar að sýna ykkur þau en þar sem að ég lofa því alltaf að myndin sem ég hanna fari aðeins á eina manneskju þori ég ekki að setja myndirnar á vefinn vegna þess að þeim gæti verið stolið :( Það væri líka ekkert smá ömurlegt fyrir manneskju að sjá svo einhvern niðrí bæ með nákvæmlega sama tattú þegar ég er búinn að gefa loforð að það fái enginn sömu mynd. Svolítið erfitt reyndar til lengdar að hanna alltaf nýtt frá grunni... en hey... það eru 6 manneskjur á Íslandi með hönnun eftir mig! (bráðum 10). Reyndar er Sólborg vinkona með 3 stk. frá mér en hún vill ekki fá sér permanent tattú svo að 3-5 ára tattú er keisið hjá henni. Svo er ég með eina ósótta... sem verður sótt einhverntímann í framtíðinni. Svo þarf ég bara að setja 'price-tag' á verkin og allir verða ánægðir :)

Við feðgarnir erum búnir að hafa það fínt um helgina og búnir að vera á fullu. Brunuðum í bæinn í gær úr Borgarnesinu, renndum í mat til D&D+A (Dabbi og Dísa og Aðalheiður), fórum svo í hádegisbíó í dag á Yu-Gi-Oh og það var ótrúlega gaman (fannst mér), beint í sund, heimsókn til Halla og Hörpu, renndum við hjá Leibba Djazz sem variggi heima og svo bara heim í dótið. Á morgun ætlum við að kíkja uppá Skaga til Mömmu Rokk því að ég þarf að kíkja aðeins á hljónstaræ'ingu af því að árshátíð Norðuráls er um næstu helgi. Við erum semsagt að fara að spila þar... 10 lög. Hmmm... maniggi eftir fleiru í augnablikinu...
That's all folks!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?