<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, janúar 30, 2005

Allir að tjékkáissu!!! 

Sólborg vinkona er komin með blogg... og það er hérna: http://www.blog.central.is/sollab. Þetta er btw eina bloggið þar sem ég er officially nafngreindur sem 'Óli vinkona'... kíkja... kommenta... linka...

ÓMÆGAD!!! 

SHEEEEEEEET! Atli bró, Arnar og Palli komu með græjuna til mín áðan, þegar þeir voru á leið í bíó... og ég er búinn að spila núna stanslaust í 3 tíma! Ég á aðeins eftir að pæla meira í tempósettíngnum... en annars er þetta heví gaman... það er endalaust hægt að spila ofan í lúppið... maður getur tekið upp, segjum 4 4/4 takta af sama riffinu og tekið upp 4 önnur 4/4 riff yfir það... o.s.frv. o.s.frv. og svo bara hallað sér aftur og hlustað á allan pakkann :þ Geðveikt gaman... þetta býður upp á þvílíkan hellíng að það er ekkert smá! Það varð víst ekkert úr því að skrifa í kvöld... en ég geri það bara á morgun.

Ég er búinn að biðja um frí hjá Eygló og Hannibal í fyrramálið en ég verð örugglega kominn í bæinn um hádegi þannig að ég get tekið hann eftir hádegi. Ég þarf aðeins að snattast uppá Skaga þannig að Mama... I'm coming home. Ég ætla að fara með Hlyn á morgun og krassa hjá mömmu... kannski að maður sofi bara útí bílskúr svo að maður verði ekki bitinn aftur :$

Djös drasl... en hey... enginn verður margbitinn biskup.

Hlynur sagði við mig, með bros á vör, rétt rúmlega 6 í dag... Pabbi! Ég er búinn að vera á náttfötunum í allan dag! :þ Við hlóum bara að því... ekkert skemmtilegra en að vera bara í tsjillinu... á náttfötunum. Hlynur hannaði meira að segja litabók handa mér í dag á milli þess að hann lék sér í tölvunni, litaði, spilaði á gítar, horfði á handbolta og hakkaði í sig nammi. Svo fundum við plöst og 'kennaratyggjóuðum' myndirnar út um alla veggi... ótrúlega flott... Fórum svo í mat til Þóru sys þar sem við fengum grillaðan kjúlla og frenskís. „Oh, dísis pabbi... ég er svo saddur að ég er eins og FEITUR kjúklingur.“ Svo mörg voru þau orðin, reyndar ekki að þessu sinni... en einhvern tíman yfir kjúklingaáti hjá okkur...

Lifi lúppsteisjonið!!!

Lag dagsins er Sweet home Alabama með Lynard Skynard (var reyndar fyrir nokkrum dögum líka... en núna er ég kominn með lúppsteisjonið þannig að ég get spilað allt lagið alveg sjálfur... gott að hafa lúppsteisjon til þess að einn gítar hljómi eins og heil sinfóníuhljómsveit!)

föstudagur, janúar 28, 2005

And that's the way the cookie crumbles... 

Hljómar miklu betur en það er skrifað...

Hlynur kom með enn eina snilldina... Ragna Björk vinkona sagði að þetta væri BARA lógíst hjá honum... ég er þar alveg hjartanlega sammála:

Éerfæturárin1910090og9
Ég er fæddur árið 1999

Þetta er svo mikil snilld að það hálfa væri nóg! :)

Af mér er fullt að frétta... græjan er komin uppá Skaga og ég vona að Atli bró komi með hana í bæinn á morgun. Umrædd græja er að sjálfsögðu Boss RC-20XL lúppsteisjonið ;)
Maggnarinn er kominn úr viðgerð... farinn lampi og Flemming tók sig til og fór yfir hann allan í leiðinni... þannig að það verður ekkert sem fer í honum á næstunni :D
Ég er búinn að fá vinnu hjá ÍTR, frístundaheimili þannig að ég verð að vinna núna með skólanum í 'Flash-ville' eða 'Flass-bæ' (Fossvoginum) í góðu yfirlæti, að ég held, með ein mestu opinberu skítalaun sem hægt er að hugsa sér :)
Hlynur var að sjálfsögðu til fyrirmyndar þegar hann kom með mér í tíma í gær... ég held að hann eigi eftir að verða mjög fróður maður þegar hann kemst meira til vits og ára... allaveganna fílar hann sig fínt í háskólanum.
Ég er búinn að rigga fyrir okkur árshátíðina... að þessu sinni verður pakkinn svona: þríréttuð máltíð á Broadway, leiksýningin 'Með næstum allt á hreinu' og ball með hljómsveitinni Milljónamæringunum. Ekki amarlegur pakki þar á ferð ;)

Ég ætla svo að reyna aðeins að skrifa á morgun, það er að fara að birtast opnugrein eftir mig í Padeiu-blaðinu núna í lok febrúar, auk þess að ég á eftir að skila inn ritgerðaráætlun til Guðnýjar... svo að ég geti nú farið að leika mér aðeins með lúppsteisjonið =D

Biðjum að heilsykkur í bili... feðgarnir á kantinum.

fimmtudagur, janúar 27, 2005

SA DA TEI!!! 

„Hey pabbi sjáðu... ég er með boga!!!“
„AU!!! Kúl maður... þú ert bara alveg eins og Legolas í Lord of the rings!“
„Nei pabbi, ég er alveg eins og Ashitaka“ (Prins Ashitaka úr 'Princess Mononoke')
„Au... Sweeet“
„Sjáðu... SA DA TEI! Hvað þýðir eiginlega SA DA TEI?“
„Ehh... það er bara eitthvað rugl skoh...“
„Já, maður verður að passa sig á ruglinu... að ruglið verði ekki bara alveg í algjöru rugli...“

HAHAHAHAHA... svo mörg voru þau orðin þegar ég sótti Hlyn á leikskólann í gær. Svo... sæll og glaður skipti hann bróðurlega á milli okkar skammbyssum, hríðskotabyssu og haglabyssu fyrir verkefni dagsins í dag... Byssó! Hann ætlaði þó að halda 'boganum' sjálfur til þess að geta verið prins Ashitaka á milli þess að vera terroristi...

Á leiðinni uppá Skaga sagði ég við Hlyn að hann þyrfti að koma með mér í einn tíma í dag... „þú getur bara tekið með þér litabækur og liti... það verður fínt maður“ fyrir þá sem vita betur hefur Hlynur komið með mér í tíma í háskólanum áður og verið mér til þvílíkrar fyrirmyndar :)
„Nei pabbi...“ ég bjóst við því að hann myndi ekki nenna með mér í tíma en svo sagði hann: „ég tek bara með mér bók... til að, þú veist... æji hérna... æji svona, einn plús... þú veist...“
„Ahh... þú meinar til að reikna?“
„Já, ég reikna bara á meðan.“

Hehehe... þvílíka gullið ;)

Við kíktum í mat til Mömmu rokk og þar sagði hann, hvergi banginn: „Amma... ég veit hvað kabyssa er...“
Já, þessum börnum er margt til listanna lagt... þó svo að mig gruni nú að þetta orð heilli svolítið vegna þess að það er byssa í því :þ

Pæng, pæng!

miðvikudagur, janúar 26, 2005

Tjúttarar, tvistarar og annað dansáhugafólk!!! 

Kókmella er hnútur... svipað eins og til dæmis pelastikk hnúturinn... :þ

Þeir sem vilja tjútta, tvista, rokka eða bara skemmta sér geðveikt vel geta byrjað á því að taka frá laugardaginn 5. febrúar því að þá mun hljómsveitin X(nafn ekki komið) leika fyrir dansi í Jónsbúð á Akranesi.

Skipaðir hljómsveitarmeðlimir:
Óli Örn Atlason - gítar, söngur, lúppeffekt :þ
Vilhjálmur Magnússon - trommur... fullt af þeim
Arnar Sigurgeirsson - gítar og eitthvað tilfallandi
? ?son - bassa

Ekki missa af þessum einstaka viðburði...

mánudagur, janúar 24, 2005

Kókmella og rokkkennsla 

Bóas liggur hérna uppí rúmi hjá mér, steinsofandi... greyið... geðveikt þreyttur pjakkurinn. Ég tók hann í smá rokkkennslu í morgun... aldrei of seint að byrja að venja börnin við almennilega tónlist :) Að þessu sinni var það áfanginn: 'Rokktónlist Suðurríkjanna 101'. Við renndum í gegnum það helsta frá The Allman brothers band, The Doobie brothers, Lynard Skynard og 10CC. Þetta var bara svona highlights og Bóas fær c.a. 9,5. Hann var farinn að söngla með Sweet home Alabama og Jesus is just alright. Snilldin við Suðurríkjarokkið er náttúrulega það að þetta er ekkert gróft rokk... heldur svona 'ísí-lisseníng' (e. easy-listening) og það er mikið um gítarspil. Börn heyra best háa tóna þegar þau eru ung og þaðan er komið að fólk tali svokallað barnamál við börnin... þetta er víst voðalega sniðugt (sumum finnst það...) vegna þess að þau heyra miklu betur hærri og mýkri tóna, þó svo að það eru ekki allir sem að meiki þegar fólk er ofan í börnum þeirra: dsjí, dsjí, bú, bú... bú, bú, dsjí... já, jááá! (hátt pitch)... það fíliddiggi allir. Hann er allaveganna aðeins fróðari um rokksöguna eftir þessa heimsókn kallinn :)

Ég hitti svo Bóas, Hannibal og Eygló, Þóru og Einar í gær hjá H&E og við spiluðum Fimbulfamb. Aðalorð kvöldsins var kókmella. Þetta orð er eitt flottasta orðið í íslenska rit- og talmálinu ever! Ég ætla að gefa ykkur smá hint... og svo eigið þið að geta... ok?
Kókmella (e. Cokehoe, dk. Cola-lude, Foe. Jolly-Cola-lude o.s.frv.):
Hægt er að dást að kókmellu einhvers, hægt er að segja að einhver hafi verulega tilfinningakókmellu, hægt er að setja kókmellu á bílinn sinn ef hann bilar, svo er hægt að leysa kókmellu.
Og getiði nú! (Hannibal, Eygló, Þóra og Einar... þetta á að sjálfsögðu EKKI við ykkur).

Lifi rokkskólinn!
Lag dagsins er Sweet home Alabama með Lynard Skynard

Órans 

Spilaði í græjunni hans Arnars í gær (fyrradag... það er eftir miðnætti núna...) og það var ótrúlega gaman... spileríið gekk alveg upp... við spiluðum í svona klukkutíma og það var allt kreisí á meðan... það sungu allir með, dönsuðu, tjúttuðu og trölluðu!!! Prógrammið okkar var náttúrulega ekki af verri endanum og við gjörsamlega rifum þakið af húsinu með 'our opening number: Johnny B. Goode'. Það er svo gaman að spila það lag og þetta er alveg rokklag dauðans þannig að allir sem vettlingi gátu valdið hentu sér og sínum út á gólf í þvílíka roknasveiflu! Svo tókum við Elvis-hittara á borð við Blue suede shoes og Hound dog... Rock around the clock, Proud Mary (Rolling down the river) og fleiri þvílíka klassíska hittara sem virka alltaf í fólk á fyllningsríi.
Stefnan er því sett bara á sjónvarpið... :þ

Við ætluðum svo að taka æfingu í dag í nýja projectinu mínu en þar sem að ég var maggnaralaus, Leibbi hljómborðslaus og við söngkerfalausir ákváðum við að fresta þessari æfingu fram í næstu eða þarnæstu viku.

Bóas kemur til mín á morgun í 'Deddí-deiker' og við ætlum að rokka feitt saman.

Það verður líklegast hringt í mig frá ÍTR á morgun og svo var Sólborg vinkona að bjóða mér vinnu á Skálatúni... hugsa að það sé næs vinna þó svo að ég hafi ekki hugsað mér að vinna á sambýli... bara hafði aldrei hugsað út í það... en það getur velverið að ég taki þeirri vinnu bara... því að ég get samt verið með Hlyn fös-mán og passað Bóas. Það kemur samt allt í ljós.

En það er náttúrulega bannað að stressa sig á nokkrum sköpuðum hlut þannig að ég legg þetta bara í bleyti... og leyfi því að lyfta sér og ég veit ekki hvað... svarið kemur alltaf fyrir rest. Bara nett kæruleysi hérna á kantinum... Langbest...

Lag dagsins er án efa... án nokkurs efa Johnny B. Goode með Chuck Berry.

Lifi rokkið

laugardagur, janúar 22, 2005

Keppnis... 

Já, það var þrusustuð hjá Þóru... ég var Svarti-Pétur og fór fyrstur heim... 2 íbúfen og beint í háttinn... vaknaði svo klukkan 10 í morgun, fór í sturtu og lagðist svo aftur upp í rúm og horfði á Skrímsli hf. (Monsters inc.).

Spurning um að leggja sig aðeins fyrir átökin í kvöld... það er ekkert að frétta af maggnaranum mínum þannig að Arnar ætlar að lána mér nýja maggnarann sinn... sem er KEPPNIS! Orange stæða... SWWWWEEEEEET!

Það verður rokkað í kvöld þannig að lag dagsins er án efa Ramblin' man með The Allman brothers band.
Lag gærdagsins er Travelin' band með Creedence Clearwater Revival og lag morgundagsins er Arabadrengurinn með Björk Guðmundsdóttir.

Lifi rokkið pípol...

föstudagur, janúar 21, 2005

Aumar gervörtur... 

Æ mig aumann... ég er örugglega kominn á breytingaskeiðið... nehh... segi svona... fóru í körfuna áðan og geirurnar eru svo stinnar og útstæðar að það hálfa væri nóg! Ekki það að gaurarnir í körfunni séu svona sexí... nema kannski einn... heldur verð ég stundum svona í geirunum eftir körfu... stinnur og aumur :þ
En ég er búinn að sjá það að ég er varla prinsessa miðað við þennan sexí-gaur í körfunni :| Hann er með prinsessuhár, ekki gramm af fitu á kroppnum hans og það er þvílíka ilmvatnslyktin af honum... svo er hann svona latino-gaur einhver og talar ekki íslensku... hann er allaveganna 'authentic' prinsessa á meðan ég er prinsessa undirheimanna miðað við hann :þ

En nóg um hann... ég steig á vigtina áðan og mér til mikillar ánægju lagði ég saman tvo og tvo og fékk það út að ég er búinn að missa 9 kíló síðan í sept. Þá er bara að fylgja því eftir.

Það er eitthvað búið að taka til í atvinnuauglýsingunum frá grunnskólum Reykjavíkur þannig að það er ekki líklegt að ég sæki þar um... talaði hins vegar við þau hjá ÍTR í sambandi við hlutastarf á frístundarheimilum og þau virtust vera æst í að fá mig þar... karl... uppeldis- og menntunarfræði... hún ætlar að hringja eftir helgi...

Ég er kominn í upphitun fyrir fyllningsríið hjá Þóru sys í kvöld... gott ef að Nonni frændi fari ekki að kíkja á mig fljótlega... æ hóp só... eða Svabbi... hmm... það minnir mig á það... w8... hann ætlar að hringja á eftir.

En allaveganna... þá vona ég að þið hafið það gott um helgina... ég fer svo á þorrablót D-vaktarinnar á morgun... og það verður svo mikið ROKK!!!!!!!

LIFI ROKKIÐ!!!

fimmtudagur, janúar 20, 2005

Bækur til sölu... kosta eina tölu... 

An introduction to disability studies - Johnstone
Child development: thinking about theories - Slee & Shute
Does education matter - Wolf
Growing up digital - Tapscott
Hugsun og menntun - Dewey
Justice and caring - Katz, Noddings, Strike
Kúgun kvenna - John Stuart Mill
Menón - Platón
Multicultural education in a pluralistic society - Gollnick and Chinn
Public and private families - Cherlin
Statistics for social scientists - Kohout
The moral child - Damon
Tinkering toward utopia - Tyack and Cuban
Ævintýri á fjöllum - Sigrún Júlíusdóttir

Góður díll á þessum bókum plús það að þær eru allar í exellent ástandi... ekkert útkrotað eða neitt rugl...
Kol mí
6958701
oliatla@heimsnet.is

Gullmoli... 

Makama
Tóar eru hedédttur
Bæéónakul 2
Ámiþrieéu
Borkþerimetraui
Tilknútsfráhlyni

Vakama
Tóar eru hetjur
Bionicle 2
Á miðri eyju [er]
Borg þeirra Metra-Nui
Til Knúts frá Hlyni

miðvikudagur, janúar 19, 2005

Blikur á lofti... 

Já, það er ekki tekið út með sældinni að vera snillingur :þ
Ég er semsagt búinn að tryggja mér fyrstu einkunn í uppeldis- og menntunarfræði við Háskóla Íslands sem á eftir að hækka þegar ég fæ úr BA ritgerðinni og þeim áfanga(um) sem ég á eftir.

Staðan er þessi:
Ég er kominn með 79 einingar og námið er 90. Ég er skráður í 'Konur og karlar sem leiðtogar og stjórnendur', 'Hugur, heilsa og forvarnir' og 'BA verkefni' og þetta allt gera 16 einingar. Ég var jafnvel að spá í að athuga með að sleppa öðrum kúrsinum ef ég get og fara jafnvel aðeins að vinna með í vor. En það er svolítið trikkí... ég ætla að athuga með skólaliðastöður og stöðu tónmenntakennara í grunnskóla í Reykjavík á morgun og sjá til hvað setur... jafnvel 50% vinna á leikskóla... þar sem að jákvæð mismunun á eftir að tryggja mér ísillí stöðu... en ég er ekki til í að fórna of miklum tíma í þetta vegna þess að ég vill hafa Hlyn meira en fös-sun og langar líka til að passa Bóas.

Já, á meðan ég man... ég er farinn að bæta millitímann hjá mér... Bóas grét ekki nema í nokkrar mínútur hjá mér eftir að hann vaknaði á þriðjudaginn þannig að þetta verður ekkert mál... hann var farinn að hlæja og skríkja þegar mamma hans kom að sækja hann.

Mig langar semsagt til þess að tjékka á þessu en það kemur í ljós á morgun þegar við förum yfir resúmíið mitt fyrir námsmatsnefndina sem á eftir að samþykkja alla valkúrsana mína.

Hver veit nema að ég verði bara skólaliði í grunnskóla áður en vikan er liðin :þ á þessum þrusulaunum...

Lag dagsins er Mama I'm coming home með Ozzy Osbourne
(lag dagsins er að vísu stolin hugmynd frá Pétri í Dúndurfréttum/Buffi og þetta er ágætishugmynd þannig að ég leyfi henni bara að fljóta hérna með þegar mér dettur eitthvað lag í hug...)
Pétur
Dúndurfréttir
Buff
Rokkskólinn á Buffsíðunni er algjört möst... ef þið hafið tíma :)

þriðjudagur, janúar 18, 2005

Allar einkunnir komnar í hús... 

Já, og ekki af verri endanum að þessu sinni (frekar en venjulega)...
Ein 7 reyndar en svo tvær 8,5... EKKI slæmt það :)

Ég er bara hæstánægður með þessar einkunnir þó svo að ég hefði getað gert betri lokaskýrslu í Innganginum að eigindlegum rannsóknaraðferðum en hey svona er lífið bara :)

Fór til Guðnýjar áðan og það var ótrúlega gaman að setjast niður með henni og ræða málin... ég veit orðið ótrúlega mikið um það sem ég ætla að skrifa um og það var ótrúlega gaman að vera svona "hinum megin" við borðið... útskýra og segja frá einhverju efni við kennara manns á háskólastigi. Þetta er náttúrulega búin að vera næstum þriggja ára meðganga hjá mér þannig að það er um að gera að fara að fæða kvikindið :þ

Lag dagsins er Free bird með Lynard Skynard (sérstaklega 10 mínútna útgáfan útaf 5 mínútna sólóinu!)
Lag morgundagsins er Rubber bullits með 10CC

ROOOOOKK!!!!!!!

Tsjilleríbill 

Við feðgarnir slógum þessu upp í kæruleysi í dag og horfðum á Princess Mononoke eða 'Mononoke-hime' eins og hún heitir á frummáli... sem er btw nr. 4 á Top 100 animated teiknimyndalistanum á InternetMovieDataBase (IMDB) og nr. 99 á Top 250 mynda-listanum ever! Við krufðum hana til mergjar og það var svolítið snúið fyrir mig að útskýra og Hlyn stundum að skilja að það voru ekki beint 'vondir' og 'góðir' karlar í þessari mynd... og sérstaklega að góðu karlarnir voru oft vondir... en ég mæli hiklaust með þessari mynd og einnig Spirited away eða 'Sen to Chihiro no kamikakushi' eins og hún heitir á frummáli... en hún er númer 1 á animated top 100 listanum!!! og númer 42 á top 250 listanum. Flottar sögur í öðruvísi búningi en þessar hefðbundnu Disney, Pixar o.s.frv. myndir...

Fór svo á hljónstaræíngu í gærkvöld eftir að hafa skutlað Hlyni uppí Boringnes :þ og komst að því að það er líklegast farinn lampi í maggnaranum mínum :( en svoneridda bara... Flemming Madsen er að kíkja á hann fyrir mig (Arnar) og ef hann verður ekki up-and-running fyrir þorrablótið þá ætlar Arnar að lána mér nýja maggnarann sinn!!! NNNNÆÆÆÆÆSSSSSSSSS!

Annars bárust fréttir frá Þýskalandi í dag að Boss-lúppsteisjonið mitt er lagt af stað innanlands þar ytra og er væntanlegt á klakann í næstu viku (vonandi).

Fyrsti tíminn hjá mér á morgun... Bóas kemur á morgun (?)... fyrsta viðtalið hjá Guðnýju Guðbjörns leiðbeinanda mínum í BA verkefninu á morgun... seinasta einkunnin kemur í vikunni... fyllningsrí hjá Þóru sys á fös... þorrablót D-vaktarinnar á lau... Danni Bjé verður þar... þannig að það verður bara rokk...

Rokk...

sunnudagur, janúar 16, 2005

Afturhvarf til fortíðar... 

Vá... upplifði mig sem Hlyn í dag þegar við fórum í sund. Ég fékk svona á tilfinninguna eins og að ég væri Hlynur og að afi væri ég. Fyrsti maðurinn sem ég sé í sturtuklefanum í sundlaug Reykjavíkur var Bessi Bjarnason. Ég fékk bara flashback til þess tíma þegar amma og afi áttu heima á Melteignum, ég var í heimsókn í svona 'sleep-over' og Kardímommubærinn á fóninum. Vá, maður... those were the days. Skrýtið að sjá hann svona gamlan og krumpaðann... svo þegar þessi nostalgíufílíngur var farinn sá ég gamlan, hokinn mann og hann var brúnaþungur og þreytulegur að sjá. Svona eins og að hann væri bugaður eða þjakaður af einhverju. Kannski er ellin svona...?
Við fórum semsagt í sund í dag og í fyrsta skipti á ævinni gleymdi ég að taka með handakútana hans Hlyns. Ótrúlega skrýtið... þetta er bara eins og að gleyma handklæði... ekki það að ég hafi örvæntað þegar ég fattaði þetta vegna þess að það er hægt að fá handakúta lánaða... allar stærðir.
Maður er hálfpartinn búinn að sakna þess að hafa ekki komist í sund... ég er búinn að vera veikur, Hlynur líka... svo loksins komumst við núna... og það var ágætt. Leiðinlegt samt að fara í svona innisundlaug. Hundleiðinlegt.

Hannibal, Eygló, Þóra og Bóas Orri komu í kaffi til okkar feðganna í gær og við feðgarnir og Betty Crocker bökuðum dýrindis skúffuköku...
Svo byrjar Deddí-deiker í fyrramálið þegar Bóas kemur... það verður gaman... Hlynur er búinn að gefa grænt ljós á að hann fái aðeins að bragða á hluta af dótinu hans því eins og pabbi Bóasar sagði í gær: Hann er að kanna heiminn... með munninum.

Lifið vel og lengi... heyri í ykkur sún.

föstudagur, janúar 14, 2005

Gefins tölvuskjár 

Ef einhver nennir að sækja'nn þá er hann gefins... gamli 17" skjárinn minn sem er alltof dökkur og svolítið leiðinlegur að því leitinu... endilega kommentið eða kíkiði í heimsókn.

miðvikudagur, janúar 12, 2005

NnnnnnnÆææææSssss! 

Einkunn nr. 2 komin í hús... 8,5!!! Húúúúúúúúsjorderí?!?!?

þriðjudagur, janúar 11, 2005

Moðerfokkíngsþokkalega!!! 

Búinn að fá fyrstu einkunnina!!! ÞOKKALEGA ánægður með hana þar sem að ég bjóst við því að fá kannski 5 eða jafnvel falla með 4.5... en neinei... haldiði að kallinn hafiggi bara fengið 7!!! HAHAHA... ÍSÍ PÍSÍ!!!

Fór á hljónstar'æíngu í kvöld og það var bara eins og maður ætti ekki að komast heim! Debit kortið mitt er eitthvað vængefið... það er á mótþróaskeiði... ég gat ekki sett bensín á bílinn minn og ég gat ekki tekið út í hraðbanka en ég get verslað með það í búðum! :/ Þetta er kannski af því að ég er að fara að fá nýtt kort og það var tilbúið á föstudaginn... það er alltílæ... næ bara í það á fimmtudaginn þegar ég sæki Hlyn.

Ég hlakka mest til að fá til baka ritgerðina úr þessum kúrs... ég og Gulli skrifuðum hana saman og skiluðum henni svona eiginlega á hlaupum... en svo sagði Gulli við mig nokkrum dögum eftir að við skiluðum henni:
„Heyrðu, ég las yfir ritgerðina daginn eftir að ég skilaði henni fyrir okkur og mér fannst hún bara góð!“

HAHAHAHA... svona á að geridda!!!

mánudagur, janúar 10, 2005

Man-pörs og Deddí dei'ker 

Fór í kejéllíngapartý á laugardaginn sem viðhengi úngfrúnnar góðu eða man-pörs. Ótrúlega gaman skoh... ég náttúrulega rústaði Singstarinu og fékk einkunnina Líd sínger... svo kom önnur umferð... Ég stóð ekki uppi sem Hitt artist eins og sumar stelpur (eða vetrar stelpur). Skemmti mér konunglega... næsta kejéllíngapartý verður svo hjá mér svo að við komumst í gítar... vantaði alveg gítarinn.

Fór svo í gær í kaffi til Þóru sys og hitti Hannibal og Eygló þar sem við plottuðum um að ég myndi verða dagpabbi Bóasar Orra á meðan þau eru í skólanum. Bóas Orri verður hjá mér á mánudögum og þriðjudögum í vetur... gaman!

Hannibal og Eygló sögðu að þau hefðu tjékkað á því á netinu og komist að því að dagmæður eru að taka 1100 kall á tímann fyrir eitt barn!!! Þannig að það er miklu miklu ódýrara að fara með börnin til dagpabba þar sem að þeir taka miklu minna fyrir heldur en það... þau reyndu nú að telja mig á að þiggja háa upphæð með þeim rökum að þau yrðu hvort eð er að borga þetta ef mín nyti ekki við... en hey... ég plata þau þá bara til að bjóða mér í mat annað slagið fyrir vikið.

Annars þarf ég bara að fara að senda GG (Guðnýju Guðbjörns) póst í sambandi við BA ritgerðina mína og fara að byrja á henni... engar einkunnir yet... yeast... ger...

Buy... bye... blæ...

föstudagur, janúar 07, 2005

Fullt af myndum... 

Nokkrar myndir frá því fyrir, um og eftir jól... update seinna... er kominn í bæinn... gaman að geta loksins haldið áfram að slappa af í mínu umhverfi með úngfrúnni góðu... ketsinöbb tæm framundan...
En hey... njótiði:























fimmtudagur, janúar 06, 2005

ÉG VANN!!! 

Það er nú sjaldan að maður getur stoltur sagt að maður hafi unnið 'fair and square' (fallegt og ferkantað?!?) En allaveganna ég vann á Íbei (Ebay) í dag! Ég er orðinn stoltur eigandi að Boss RC-20XL Loop Station (lúppsteisjon). Svona lítur kvikindið út:


Með þessari græju get ég semsagt 'tekið upp' það sem ég spila á gítar og látið það svo lúppa (e. loop) á meðan ég spila eitthvað annað ofan í það. Þetta er klikkað sniðugt og á eftir að verða geðveikt gaman að nota. Ég get lúppað allt að 11 'frösum' (e. phrase) og tekið upp 'andvirði' 16 mínútna... það þýðir að ég get næstum því lúppað öllu Salisbury með Uriah Heep :þ (17,?? mín).

Hlynur er nú eitthvað að braggast en hann er lystarlítill þannig að maður reynir að láta hann drekka mikinn vökva... ágætt samt að hafa hjúkrunarfræðing á heimilinu til þess að hafa yfirumsjón með heilsu hans :þ

Ég hnerra í gríð og erg en ætla að losa mig viðidda í nótt... mikil vökva-innbyrðing í dag (miðað við venjulega) og svo er það bara aflið og heimskan í nótt.
Engar einkunnir yet... þær koma...
Darren gaurinn sem var með miðilsfundinn var nett spúkí... Óóóóó, spúkí, spúkí, spúkí, spúkí... Ó, spúkí, spúkí, spúkí, spúkí... Ó, spúkí, spúkí, spúkí, spúkí... Já, þetta var nett spúkí!
ÓMG það er komið nóg afissu jólakuski... sprengi kvikindið í burtu á morgun... með restinni af ammóinu (e. ammunition) frá Gamlárskvöldi.

Bæjó...

miðvikudagur, janúar 05, 2005

Gullfoss 

Greyið Hlynur er búinn að vera hálfslappur... við vorum á klósettinu í alla nótt því að hann var með pípandi Gullfoss. Ég er að fá einhvern flensuskít líka en ég ætla að tækla það 'in the making' svo að ég fái þessa drullu ekki... mikið vatn... innivera... afslappelsi... jól nr. 2.
Það er skemmst frá því að segja að ég fór á hljónstaræ'íngu í gær og ég hef sjaldan skemmt mér jafn vel í tríói áður. Þetta verður big sörpræs á þorrablóti D-vaktarinnar núna 22.jan þar sem að tríóið mun leika fyrir dansi. Geðveikur munur að vera kominn með svona flottann magnara ;)

Annars hef ég ekki fengið neinar einkunnir... þó svo að mig hafi dreymt A-in um daginn... íbúðin mín var ekkert ógeðsleg... einnig átti ég ekki heldur að sjá um ruslið í sameigninni þannig að ég botna bara ekkert í þessu draumkjaftæði. Kemur í ljós...

Annars bið ég bara að heilsa ykkur...

mánudagur, janúar 03, 2005

Sup'Plæs!!! 

Helga sys kom núna í gær öllum nema Mömmu Rokk að óvörum... skemmtilegt svona skens... eða grín eins og Þórður myndi kalla það. :)
Ég er búinn að vera sveittur í vinnunni síðan á nýárskvöld og seinasta vaktin í kvöld. Ég hlakka mikið til að komast aðeins í bæinn á morgun... mig dreymdi nefnilega ýmislegt í nótt.

Draumur:
Mig dreymdi að ég væri búinn að fá tvær einkunnir. Ég fékk semsagt A í bæði Inngang að eigindlegum rannsóknaraðferðum og Málstofu: efst á baugi og framtíðarsýn. Var alveg nett ánægður með þessar einkunnir... Það fylgdu þessu að sjálfsögðu nánari útlistun á einkunninni þannig að þetta var mjög vel rökstuddar einkunnir sem ég fékk :) Mig dreymdi Jón Torfa kennara minn... hann var að útskýra fyrir mér að hann gæfi þessa einkunn að vel ígrunduðu máli og að hann væri ekkert að gefa hærra heldur en þyrfti... A! Mig dreymdi íbúðina mína... og að hún væri öll í drasli. Sem er mjög nærri lagi eða þá að ég á að sjá um ruslið í sameigninni þessa vikuna... það væri mjög týpískt. Mig dreymdi frönsku rívíeruna... þar var sandur... eyjar... há tré... sól... mmm... æðislegt... gott ef að smá Survævor hafi ekki komið inn í þennan hluta draumsins undir restina. Mig dreymdi semsagt helling... það er alltaf gaman...

Ég er búinn með 3/4 af Barn að eilífu eftir Sigmund Erni Rúnarsson og ég er mjög ánægður með bókina. Hún er vel skrifuð en hann rokkar svolítið (í talsmáta (skrifmáta)) á milli félagslega og læknisfræðilega líkansins. Það er ótrúlega gaman að vera kominn með þessi 'gleraugu' sem maður fékk í fötlunarfræðinni því að það gefur manni miklu meiri innsýn inní hugsanir og fordóma fólks sem er að skrifa um fatlaða eða fötlun. En þetta er mjög átakanleg bók... ég er búinn að vera með tárin í kokinu ef svo mætti segja, nokkrum sinnum. Hvet alla til þess að nálgast hana.

Hlynur var hjá mér frá öðrum í jólum og þangað til á nýársdag. Hann kemur svo aftur á morgun og verður hjá mér fram að föstudegi þar sem að hann fer þá aftur til mömmu sinnar... ég veit ekki hvor verður ánægðari að sjá hann; Helga eða Nína en eitt er víst að alltaf verður ákaflega gaman þá... gaman þá... gaman þá... sérstaklega kertogspil.

BTW ég rétt vona að þessu jólaþunglyndi fari nú að ljúka og að maður geti snúið sér að því að hafa enga ástæðu fyrir þunglyndi sínu... neinei, segi svona... þetta er bara orðið ágætt... Finnstygguriggi?

En allaveganna ætla ég að fara í bæinn um helgina svo að ég geti loksins hitt úngfrúnna góðu. Hef sama sem ekkert hitt'ana um hátíðarnar :( Skelfilegt að stúta tilhugalífinu með einhverju svona hátíðarjúniti... Koma tímar koma ráð...

Planið fyrir janúar:
Karlakvöld - minnir mig á það... þarf að tala við Gunna Hó um væntanlegan matseðil... Humar og hreindýr.
Kashmir - 12. janúar á ríkisskyldunni... Skora á alla að kíkja á þessa heimildarmynd.
Nó-Pí gigg - kannski við spilum í menningarbænum Borgarnesi (Boringnes according to Dúdda)... launað gigg meira að segja!!! Hehehe...

og svo eitthvað fleira...

laugardagur, janúar 01, 2005

Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir þau gömlu! 

Óska ykkur alls hins besta og velfarnaðar á nýju ári! Árið 2005!

Fannst skaupið bara skemmtilegt... gaman að sjá svona marga taka þátt í því og það er auðsjáanlegt að þeir hafa þetta ennþá í sér Spaugstofumenn. Ekki það að þeir hafi ekki úr nægu efni að moða :)

Fyndið að sjá Davíð Oddson troða þarna upp... Mér finnst samt að þeir hefðu átt að sýna aðgerðina þar sem að sjálfstæðisflokkurinn (illkynja æxlið) var skorið úr honum... Það hefði mátt setja það í staðin fyrir erlenda fréttaannálinn.

Halldór Ásgríms... sviplaus að vanda... bullaði bara... hljómaði eins og hann hafi tekið svona 'glimps/highlights' af 'best of...' frá Dabba Kóng seinustu ár... ekki góð byrjun á stjórnartíð... Og heimurinn versnandi fer...

Skítt með það... 'fresh start' á nýju ári... var að spá í að flagga í hálfa á morgun eftir tilskipun forsdanns til að sýna samhug til stuðnings þeirra sem eiga við sárt að binda á hamfararsvæðinu í Asíu en fánastöngin hennar mömmu er í vetrarfríi og liggur bara á meltunni í ruglinu... flagga í huganum. Endilega flagga á morgun ef þið hafið fánastöng til afnota... eða hringja í söfnunarsímana hjá Rauða krossinum og Kirkjunni... eða bara bæði...

Bið ykkur vel að lifa og vona að árið 2005 verði ykkur gæfuríkt og farsælt.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?